Sýnir færslur með efnisorðinu Miðausturlenskir réttir. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Miðausturlenskir réttir. Sýna allar færslur

föstudagur, 6. desember 2013

Jórdanskur eggaldinréttur

Arabískt eggaldin

2 eggaldin
70 gr. ristaðar furuhnetur

Tómatsósa:
1 laukur
2 hvítlauksrif
1 dós saxaðir tómatar
1 tesk. sjávarsalt
1/8 tesk kanell
1/8 tesk. paprikuduft
1/8 tesk. svartur pipar

Hvít sósa:
1 dós sýrður rjómi
2 hvítlauksrif, rifin
1/4 tesk. svartur pipar
1/4 tesk. sjávarsalt

Skerið eggaldin í sneiðar, penslið með olíu og steikið á pönnu þar til fallega brúnað. Saltið lítillega.

Tómatsósa:
Saxið lauk og hvítlauk og mýkið í olíu. Blandið tómötum og kryddi saman við og látið sjóða í 5 mínútur eða þar til sósan hefur þykknað. Smakkið til með salti og pipar ef þarf.

Hvít sósa:
Setjið sýrða rjómann í skál og hrærið hvítlauk, salti og pipar saman við.

Setið tómatsósuna í botninn á eldföstu móti, raðið eggaldinsneiðunum ofan á og dreifið hvítu sósunni yfir. Stráið furuhnetunum yfir og bakið við 200° í 30 mínútur.

Berið fram heitt með grænu salati.


mánudagur, 16. apríl 2012

Ísraelskt rauðrófusalat

rauðrófusalat með fetaosti 2 rauðrófur
1 granatepli
100 gr. fetaostur
1 dl. steinselja
2 matsk. ólífuolía

Sjóðið rauðrófurnar og kælið. Skerið þær í litla bita og setjið í skál ásamt fræjunum úr granateplinu. Saxið steinseljuna smátt og bætið úr í salatið. Myljið fetaostinn eða skerið í litla teninga og blandið saman við. Hellið að lokum ólífuolíunni út á og blandið vel saman.

laugardagur, 18. febrúar 2012

Hummus

Humus" 1 dós niðursoðnar kjúklingabaunir
1/2 rauðlaukur
1 hvítlaukur
1 matsk. tahini
1 ½ matsk. ólífuolía
1 matsk. sítrónusafi
1 tesk. sjávarsalt
1/4 dl. steinselja

Vefjið hvítlauknum (heilum) og rauðlauknum inn í álpappír og bakið við 180° í 40 mínútur eða þar til laukarnir eru mjúkir. Látið kólna lítillega og hreinsið burt allt hýði. Setjið allt hráefnið nema steinseljuna í matvinnsluvél og blandið vel. Ef hummusið er of þykkt má þynna það með örlítilli ólífuolíu eða vatni. Bætið að lokum steinseljunni út í og maukið örstutt eða þar til steinseljan hefur saxast en er ekki maukuð.

Berið hummusið fram með niðurskornu grænmeti, ristuðu pítubrauði eða chapati.

miðvikudagur, 9. júlí 2008

Arabísk kjúklingabaka

Kjúklingabaka með kanel
100 gr. bulgur (má líka nota kúskús)
1 laukur, saxaður
500 gr. kjúklinga- eða kalkúnahakk
50 gr. þurrkaðar apríkósur, saxaðar
25 gr. saxaðar möndlur
1 tesk. kanell
1/2 tesk. allrahanda
1 dl. jógúrt
3 matsk. saxaður graslaukur
salt og pipar
200 gr. fillodeig
50 gr. smjör

Hellið 150 ml. af soðnu vatni yfir bulgur kornið og látið standa í 10 mínútur. Steikið hakkið og laukinn, bætið apríkósum, möndlum og bulgur saman við og eldið áfram í 2 mínútur. Takið af hitanum og bætið við kryddi, graslauk og jógúrti. Bragðbætið með salti og pipar.
Penslið helminginn af fillodeiginu með smjöri og setjið í eldfast mót. Setjið fyllinguna í mótið, penslið afganginn af deiginu með smjöri og setjið ofan á. Lokið bökunni og bakið við 200° í 30 mínútur.
Bökuna má borða heita eða kalda.
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...