Sýnir færslur með efnisorðinu Morgunverður og brunch. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Morgunverður og brunch. Sýna allar færslur

sunnudagur, 25. janúar 2015

Skinkuhorn

Skinkuhorn 350 gr. fínt spelt
100 gr. gróft spelt
50 gr. pálmasykur
1 tesk. salt
1 pakki þurrger (12 gr.)
250 ml. mjólk
30 gr. smjör

Fylling:
4 matsk. hreinn rjómaostur
4-5 skinkusneiðar
200 gr. rifinn ostur

Ofan á:
1 egg
1 matsk. sesamfræ

Blandið þurrefnum og geri saman í skál. Bræðið smjörið, blandð því saman við mjólkina og hellið blöndunni saman við þurrefnin. Hnoðið deigið í 10 mínútur (þetta má gjarna gera í hrærivél og nota deigkrókinn). Breiðið diskaþurrku yfir skálina og látið standa á hlýjum stað í 45 mínútur. Hnoðið deigið lítillega og skiptið því í fjóra hluta.

Fletjið hvern huta út í kringlótta köku og penslið með rjómaostinum. Skerið hverja köku í 8 sneiðar (eins og pizzusneiðar) og dreifið skinkunni og rifna ostinum yfir. Rúllið sneiðunum upp (byrjið á breiðari endanum) og raðið á pappírsklædda bökunarplötu. Látið hornin lyfta sér á hlýjum stað í 20 mínútur. Penslið þau þá með sundurslegnu egginu, stráið sesamfræjunum yfir og bakið við 200° í 10-12 mínútur.

sunnudagur, 28. september 2014

Gerlausar bollur með gulrótum og döðlum

Gerlausar brauðbollur með gulrótum og döðlum
350 gr. spelt (gott að nota fínt og gróft til helminga)
2 tesk. lyftiduft
1 tesk. sjávarsalt
1/2 dl. sesamfræ
4-5 d. AB mjólk
2 matsk. olía
1 rifin gulrót
100 gr. saxaðar döðlur

Setjið þurrefnin, sesamfræin, gulrótina og döðlurnar í skál og blandið saman. Hellið AB mjólkinni og olíunni saman við og hrærið þar til deigið er samfellt. Mótið 9 bollur úr deiginu og bakið við 200° í 25 mínútur.

laugardagur, 9. nóvember 2013

Hafralummur með rúsínum

Hafrapönnukökur með rúsínum

2 dl. spelt
2 dl. haframjöl
1 tesk. lyftiduft
1/2 tesk. sjávarsalt
1 matsk. pálmasykur
1/2 matsk. kanell
2 dl. mjólk
2 matsk. matarolía
2 egg
2 dl. rúsínur

Blandið þurrefnunum saman í skál og hrærið mjólk, eggjum og olíu saman við. Bætið rúsínunum út í deigið og látið standa í 10 mínútur. Steikið lummurnar á báðum hliðum á heitri pönnu. Lummurnar eru bestar nýbakaðar með osti og smjöri.

sunnudagur, 7. apríl 2013

Morgundýrðar muffins (Morning glory muffins)

Morgunverðarmuffins 2 1/4 bolli spelt
3/4 bolli pálmasykur
1 matsk. kanell
2 tesk. lyftiduft
1/2 tesk. sjávarsalt
1/2 bolli kókosmjöl
3 egg
1/2 bolli olía
1/2 bolli mjólk
3/4 bolli rúsínur
1 epli, afhýtt og rifið
1 lítil dós ananaskurl, safinn síaður frá
2 bollar rifnar gulrætur
1 pakki (100 gr.) saxaðar valhnetur

Í stórri skál, blandið saman öllum þurefnunum. Í annarri skál, hrærið lauslega saman egg, mjólk og olíu og blandið saman við þurrefnin. Blandið  rúsínum, epli, ananas, gulrótum og hnetum saman við og hrærið þar til allt hefur blandast vel. Setjið deigið í muffinsform (ca. 16 stk.) og bakið við 175° í 35 mínútur eða þar til bakað.

Gott er að borða kökurnar með smjöri.

mánudagur, 6. ágúst 2012

Gerlausar bollur

Bollur með lyftidufti 300 gr. spelt
100 gr. haframjöl
3 tesk. lyftiduft
1 tesk. sjávarsalt
60 gr. sólblómafræ
30 gr. sesamfræ
4-5 dl. AB mjólk
1 matsk. olía

Setjið allt hráefnð í skál og hrærið saman þar til úr verður frekar þykkt deig. Mótið 9 bollur úr deiginu, stráið örltlu af sólblómafræjum á hverja bollu og bakið við 200° í 25 minútur.

sunnudagur, 12. febrúar 2012

Döðlubrauð með banana

Banana og döðlubrauð 250 gr. döðlur
1 bolli sjóðandi vatn
2 bananar, stappaðir
1/2 dl. olía
2 egg
250 gr. spelt
2 tesk. lyftiduft

Hellið sjóðandi vatninu yfir döðlurnar og látið standa í um hálfa klukkustund. Blandið öllum hráefnunum saman í stórri skál og hrærið vel saman með sleif. Athugið að vatnið af döðlunum á að fara út í deigið.
Setjið deigið í vel smurt formkökuform (gott er að klæða botninn með bökunarpappír) og bakið við 180° í 50-60 mínútur.

sunnudagur, 17. júlí 2011

Bláberjavöfflur

Vöfflur með bláberjum 3 egg
1 1/2 bolli súrmjólk
1 tesk. matarsódi
1 3/4 bolli hveiti
2 tesk. lyftiduft
1/2 tesk. salt
1/2 bolli olía eða brætt smjör
1 poki frosin bláber

Hrærið saman eggjum, súrmjólk og matarsóda og bætið afganginum af þurrefnunum saman við. Hrærið þar til deigið er kekkjalaust og blandið þá frosnum bláberjum saman við.

Vöfflurnar eru góðar með hlynsírópi.

laugardagur, 19. febrúar 2011

Vöfflur

Speltvöfflur
2 egg
1/2 líter súrmjólk
1 tesk. matarsódi
2 bollar spelt eða hveiti
2 tesk. lyftiduft
1/2 tesk. salt
6 matsk. olía eða brætt smjör
1/2 tesk. vanilludropar (má sleppa)

Hrærið saman eggjum, súrmjólk og matarsóda og bætið afganginum af þurrefnunum saman við. Hrærið þar til deigið er kekkjalaust og bætið þá matarolíu og vanilludropum saman við.

miðvikudagur, 12. janúar 2011

Tehleifur

Tekaka
1 tepoki
3 dl. sjóðandi vatn
300 gr. rúsínur (eða blandaðir þurkaðir ávextir, smátt skornir)
2 egg
150 gr. púðursykur
225 gr. hveiti
1 tesk. lyftiduft
1 tesk. kanell

Hellið vatninu yfir tepokann og látið standa í 5 mínur. Takið tepokann úr, hellið teinu yfir rúsínurnar og látið standa í nokkra klukkutíma eða yfir nótt.
Hrærið púðursykrinum og eggjunum vel saman við rúsínurnar og blandið að lokum hveitinu, lyftiduftinu og kanelnum saman við.
Hellið deiginu í smurt form og bakið við 180° í 1 1/2 klukkustund eða þar til brauðið er bakað. Kælið í forminu í 10 mínútur áður en það er tekið úr.
Borðið með smjöri og athugið að best er brauðið þegar það hefur fengið að bíða í einn sólarhring.

sunnudagur, 3. maí 2009

Skonsur

Pönnuskonsur 5 dl. hveiti eða spelt
2 1/2 tesk. lyftiduft
1/2 tesk. salt
4-5 dl. mjólk
1 egg
3 matsk. olía

Setjið þurrefnin í skál og hrærið 4 dl. af mjólk saman við svo að úr verði kekkjalaust deig. Hrærið egginu og matarolíunni saman við og bætið við meiri mjólk ef deigið er of þykkt. Bakið skonsurnar á pönnukökupönnu, notið 1-2 dl. af deigi í hverja köku.

sunnudagur, 12. apríl 2009

Skonsumúffur

Skonsumuffins
8 dl. hveiti
1/2 tesk. salt
1 tesk. sykur
1 matsk. lyftiduft
1 dl. ólífuolía
4 dl. mjólk

Allt hrært saman í hrærivél. Deigið er mjög þykkt svo að ekki er hægt að hræra það í höndum. Sett í muffinsform og bakað við 250°C í 15 mínútur.
Úr uppskriftinni eiga að koma 12 stykki.

mánudagur, 6. apríl 2009

Bananabrauð

Amerískt bananabrauð
2 egg
3 bananar
1/2 bolli pálmasykur
1/2 bolli matarolía
2 bollar spelt
1 1/2 tesk. lyftiduft
1/2 tesk. matarsódi
1/4 tesk. kanell
1/2 bolli saxaðar valhnetur

Hrærið saman í höndum egg, stappaða banana, olíu og sykur. Blandið þurrefnunum saman við og að lokum söxuðum valhnetum. Sett í smurt form og bakað við 180° í ca. 50-60 mínútur.

þriðjudagur, 3. mars 2009

Amerískar pönnukökur

Amerískar pönnukökur
3 1/2 dl. hveiti eða spelt
1/2 tesk. matarsódi
1 tesk. lyftiduft
1/2 tesk. salt
2 egg
3 1/2 - 4 dl. súrmjólk eða ab mjólk
2 matsk. olía

Öllu hrært saman í kekkjalaust deig. Sett með matskeið á heita pönnu, pönnukökurnar steiktar þar til þær eru fallega brúnaðar og loftbólur hafa myndast, snúið þeim þá við og steikið á hinni hliðinni.

sunnudagur, 15. febrúar 2009

Banana pönnukökur

Pönnukökur með banana
5 dl. hveiti
4 tesk. lyftiduft
1/2 tesk. salt
2 matsk. sykur
3-4 dl. mjólk
2 egg
2 matsk. olía
3-4 stappaðir bananar

Setjið hveiti, lyftiduft, salt og sykur í skál. Hellið mjólkinni saman við og hrærið þar til deigið er kekkjalaust. Hrærið þá eggjunum og olíunni við og að síðustu stöppuðum banönum.
Steikið pönnukökurnar á heitri pönnu þar til þær eru fallega brúnaðar og loftbólur hafa myndast, snúið þeim þá við og steikið á hinni hliðinni.
Pönnukökurnar eru bornar fram með smjöri og sírópi eða hunangi.

laugardagur, 27. október 2007

Súkkulaðihorn

Pain au chocolat
Þessi uppskrift er frá Nigellu

1 pakki smjördeig
100 gr. súkkulaði
1 egg

Ef smjördeigið er ekki "ready rolled" fletjið það þá út og skerið í 6-8 ferninga sem hver er svo skorinn í tvo þríhyrninga. Setjið súkkulaðibita á hvern þríhyrning og rúllið upp í lítil horn. Setjið á plötu klædda með bökunarpappír, penslið með eggi og bakið við 220° í 15-20 mínútur.
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...