Sýnir færslur með efnisorðinu Muffins. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Muffins. Sýna allar færslur

fimmtudagur, 12. september 2013

Jógúrtmuffins

>Muffins með súkkulaðibitum

3 egg
1 bolli sykur
180 gr. smjör
2 1/2 bolli hveiti
1 dós kaffijógúrt
1/2 tesk. matarsódi
1/2 tesk. vanilludropar
100 gr. súkkulaðispænir

Þeytið egg og sykur þar til ljóst og létt. Hrærið bræddu smjörinu, jógúrtinni og vanilludropunum saman við og blandið að lokum þurrefnunum og súkkulaðinu saman við. Sett í 24 muffinsform og bakað við 175° í 15-20 mínútur.

Ef vill má setja súkkulaðikrem eða glassúr yfir muffinsin.

sunnudagur, 7. apríl 2013

Morgundýrðar muffins (Morning glory muffins)

Morgunverðarmuffins 2 1/4 bolli spelt
3/4 bolli pálmasykur
1 matsk. kanell
2 tesk. lyftiduft
1/2 tesk. sjávarsalt
1/2 bolli kókosmjöl
3 egg
1/2 bolli olía
1/2 bolli mjólk
3/4 bolli rúsínur
1 epli, afhýtt og rifið
1 lítil dós ananaskurl, safinn síaður frá
2 bollar rifnar gulrætur
1 pakki (100 gr.) saxaðar valhnetur

Í stórri skál, blandið saman öllum þurefnunum. Í annarri skál, hrærið lauslega saman egg, mjólk og olíu og blandið saman við þurrefnin. Blandið  rúsínum, epli, ananas, gulrótum og hnetum saman við og hrærið þar til allt hefur blandast vel. Setjið deigið í muffinsform (ca. 16 stk.) og bakið við 175° í 35 mínútur eða þar til bakað.

Gott er að borða kökurnar með smjöri.

laugardagur, 23. júní 2012

Bláberjamuffins

Bláberjamúffur 3 egg
90 gr. pálmasykur
1/2 tesk. vanilluduft
3 dl. spelt
3 tesk. lyftiduft
80 gr. smjör
100 gr. pecan hnetur
200 gr. bláber

Hrærið vel saman eggi, sykri og vanilludufti þangað til blandan er ljós og létt. Blandið spelti og lyftidufti varlega saman við. Bræðið smjörið og hrærið saman við. Saxið hneturnar, blandið þeim saman við og að lokum bláberjunum. Sett í muffins form og bakað við 180° í ca. 15-20 mínútur.

sunnudagur, 1. maí 2011

Muffins með banana, súkkulaði og hnetusmjöri

Hnetusmjörsmöffins 50 gr. súkkulaði (70%)
50 gr. hnetusmjör
60 gr. smjör
100 gr. hrásykur
2 bananar
1 egg
1/2 tesk. vanilludropar
150 gr. hveiti
1/2 tesk. salt
1/2 tesk. matarsódi
2 matsk. sjóðandi vatn

Ofan á:
50 gr. súkkulaði (70%), saxað
10-12 tesk. hnetusmjör

Bræðið súkkulaðið og hnetusmjörið saman yfir vatnsbaði. Bræðið smjörið og hrærið sykrinum saman við. Stappið bananana og hrærið ásamt vanilludropunum og egginu saman við sykurinn og smjörið. Hrærið súkkulaðinu og hnetusmjörinu saman við, bætið vatninu í deigið og blandið svo þurrefnunum varlega saman við. Setjið deigið í 10-12 muffinsform, setjið eina teskeið af hnetusmjöri ofan á hverja köku og dreifið saxaða súkkulaðinu svo yfir. Bakið við 160° í 20-25 mínútur.
Kökurnar eru betri ef þær fá að kólna dálítið áður en þær eru borðaðar.

þriðjudagur, 30. mars 2010

Gulrótarmuffins

2 egg
2 dl. sykur
2 dl. hveiti
1 tesk. matarsódi
1 tesk. kanell
1 tesk. lyftiduft
1 dl. matarolía
1-2 rifnar gulrætur
100 gr. saxaðar heslihnetur
Öllu hrært saman, sett í muffinsform og bakað við 175° í  15-20 mínútur.

Krem:
200 gr. rjómaostur
30 gr. smjör
2 dl. flórsykur
1 tesk. vanilludropar
Þeytt vel saman og breitt yfir kökurnar þegar þær eru orðnar kaldar.

miðvikudagur, 11. júní 2008

Hnetu muffins

270 gr. hveiti
1 matsk. lyftiduft
170 gr. púðursykur
1/8 tesk. salt
170 ml. mjólk
2 egg
100 gr. brætt smjör
200 gr. gróft malaðar hnetur

Hveiti, lyftidufti, salti og sykri blandað saman í skál. Egg, mjólk og smjör hrært saman í höndum og blandað saman við þurrefnin.
Að lokum er hnetunum blandað saman við.
Sett í 12 muffins form og bakað við 200° í 20 - 22 mínútur.

föstudagur, 14. september 2007

Muffins með hvítu súkkulaði og hindberjum

Möffins með hvítu súkkulaði og hindberjum 300 gr. hveiti
2 tesk. lyftiduft
150 gr. sykur
1 egg
1 tesk. vanilludropar
225 ml. mjólk
50 gr. brætt smjör
100 gr. hindber (mega vera frosin)
100 gr. saxað hvítt súkkulaði

Blandið hveiti, sykri og lyftidufti saman í skál. Hrærið saman eggi, mjólk, smjöri og vanilludropum og hrærið saman við þurrefnin. Blandið súkkulaðinu og hindberjunum varlega saman við. Setjið í 12-15 muffinsform og bakið við 200° í ca. 20 mínútur.
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...