Sýnir færslur með efnisorðinu Núðluréttir. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Núðluréttir. Sýna allar færslur

fimmtudagur, 20. ágúst 2015

Fiskur með fimm krydda blöndu og núðlum

Ýsa með fimm krydda blöndu og núðlum Fiskur:
800 gr. ýsuflök
2 tesk. fimm krydda blanda (Chinese five spice)
1 tesk. salt
2 matsk. hveiti  

Núðlur:
400 gr. hrísgrjónanúðlur, soðnar samkvæmt leiðbeiningum á pakka
4 matsk. sesamolía
2 matsk. sojasósa
3 matsk. hrásykur
2 dl. ostrusósa
1 rautt chili
4 sm. ferskur engifer
4 hvítlauksrif
8 vorlaukar

Blandið saman hveiti, fimm krydda blöndu og salti. Skerið fiskinn í litla bita, veltið honum upp úr hveitiblöndunni og steikið á pönnu.

Skerið hvítlauk, chili, engifer og vorlauk í þunnar sneiðar og steikið í nokkrar mínútur. Blandið saman sesamolíu, sojasósu, hrásykri og ostrusósu og hellið yfir grænmetið. Bætið núðlunum saman við og blandið vel saman.

Setjið núðlurnar í fat eða á disk, raðið fiskstykkjunum yfir og berið fram.

miðvikudagur, 17. ágúst 2011

Kókossúpa með núðlum

Tælensk núðlusúpa

2 dósir kókosmjólk
4 dl. vatn
3 hvítlauksrif
3 matsk. ferskur engifer
3-4 matsk. fiskisósa
1 rautt chili
1 kínakálshöfuð
1 búnt ferskt kóríander
1 pakki hrísgrjónanúðlur
Salt og pipar

Núðlurnar soðnar eftir leiðbeiningum á pakka. Kókosmjólk og vatn sett í pott, hvítlaukur og engifer rifið smátt og sett út í ásamt fiskisósu og smátt söxuðu, fræhreinsuðu chili. Látið sjóða í nokkrar mínútur og bragðbætt með salti og pipar ef þarf. Kínakálið saxað gróft og sett saman við og látið sjóða þar til það er mjúkt. Að lokum er soðnum núðlunum blandað saman við súpuna og söxuðu kóríander stráð yfir.

föstudagur, 21. mars 2008

Chili kjúklingur

Kínverskur kjúklingur
1 kíló beinlaus kjúklingur
4 matsk. saxað engifer
4 hvítlauksrif
1 matsk. sojasósa
1/2 tesk. sesamolía
2 matsk. hetusmjör
150 ml. sæt chilisósa
Kjúklingurinn skorinn í bita. Öllu blandað saman og hellt yfir kjúklinginn. Látið standa í um 30 mínútur.

2 grænar paprikur
3 sellerístönglar
2 gulrætur
1 brokkolíhöfuð
2 blaðlaukar
500 gr. udon núðlur
Grænmetið skorið smátt og steikt á wokpönnu. Haldð heitu í ofni meðan kjúklingurinn er steiktur.
Núðlurnar soðnar samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
Kjúklingi og grænmeti blandað saman og borið fram með núðlunum.

föstudagur, 9. nóvember 2007

Tælenskar núðlur

Núðlur með rækjum
450 gr. smátt skorið grænmeti (má vera hvað sem er)
200 gr. sveppir
2 matsk. grænt tælenskt karrýmauk
2 dósir kókosmjólk
1 tesk. fiskikraftur (má sleppa)
450 gr. soðnar núðlur
300 gr. risarækjarækjur

Steikið grænmetið og sveppina á wokpönnu í ca. 3 mínútur, takið það þá af pönnunni og haldið heitu. Setjið karrýmaukið, kókosmjólkina og fiskikraftinn á pönnuna og komið upp suðu. Setjið þá núðlurnar út í ásamt rækjunum og látið malla í 3 til 4 mínútur eða þar til rækjurnar eru eldaðar í gegn. Hrærið grænmetinu saman við og berið fram.
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...