Sýnir færslur með efnisorðinu Portúgalskir réttir. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Portúgalskir réttir. Sýna allar færslur

sunnudagur, 9. mars 2014

Piri piri kjúklingur

Piripiri kjúklingur
10 kjúklingalæri með skinni
3 rauð chili
1 sítróna (safinn eingöngu)
4 matsk olía
2 hvítlauksrif
1 matsk paprikuduft
2 tesk. sjávarsalt
1 steinseljubúnt
1 rauðlaukur

Byrjið á því að útbúa sósuna: setjið chili, sítónusafa, olíu, hvítlauksrif, krydd og steinselju í matvinnsluvél og maukið. Setjið sósuna í eldfast mót.
Steikið kjúklingalærin á skinnhliðinni í um 5 mínútur eða þar til þau eru fallega brúnuð (Mér finnst gott að taka beinið úr lærunum áður en þau eru steikt en það er ekki nauðsynlegt). Raðið lærunum ofan á sósuna með kjöthliðina niður og saltið örlítið. Skerið rauðlaukinn í sneiðar eða strimla og steikið upp úr kjúklingafitunni. Dreifið lauknum að lokum ofan á kjúklinginn. Bakið við 200° í 30-40 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...