Sýnir færslur með efnisorðinu Sósur. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Sósur. Sýna allar færslur

fimmtudagur, 12. júní 2014

Graflaxsósa

Graflaxssósa
1 dl. sýrður rjómi
1 dl. majones
2 matsk. dijon sinnep
2 matsk. hlynsíróp
1 matsk. þurrkað dill
salt og pipar

Majones og sýrður rjómi hrært saman. Sinnepi og hlynsírópi blandað saman við og bragðbætt með salti og pipar ef þarf. Dillið er að lokum sett saman við og sósan kæld fram að framleiðslu.

Borin fram með gröfnum laxi eða silungi

laugardagur, 30. mars 2013

Mexíkóostasósa

Ostasósa með grillmat Ótrúlega einföld og góð sósa sem passar vel með öllum grillmat.

1 dós sýrður rjómi
1 mexíkó ostur
1/2 rauðlaukur

Hráefnin sett saman í matvinnsluvél og maukuð þar til allt hefur blandast og sósan er samfelld. Best er að kæla sósuna vel áður en hún er borin fram. Ef sósan er of þykk má þynna hana með örlitlum rjóma eða mjólk.

laugardagur, 24. október 2009

Salsa sósa

mexíkósk salsa

1 dós niðursoðnir tómatar
1 laukur
1 græn paprika
1 rautt chili (fræin fjarlægð)
1 hvítlauksrif
1/2 tesk. cummin
1/2 tesk. kóriander
2 matsk. sykur
salt og pipar

Saxið lauk og papriku mjög smátt og mýkið í olíu. Bætið tómötunum saman við (best er að nota saxða tómata) ásamt hvítlauk, chili og kryddi.
Látið sjóða við fremur vægan hita í 30 mínútur eða þar til sósan hefur þykknað.

sunnudagur, 24. maí 2009

Tartarsósa

Sauce tartare
2 dósir sýrður rjómi
1/2 rauð paprika
1/2 laukur
1 krukka kapers
2-3 dropar tabasco sósa
paprikuduft
salt

Paprika, laukur og kapers saxað smátt og hrært saman við sýrða rjómann. Bragðbætt með tabasco sósu, paprikudufti og salti. Sósan kæld vel áður en hún er borin fram.

sunnudagur, 12. apríl 2009

Hnetusósa (Satay sósa)

Jarðhnetusósa

150 gr. hnetusmjör, crunchy
2 1/2 matsk. sojasósa
safi úr einu lime
1 matsk. rifinn engifer
1/2 tesk. púðursykur
1 hvítlauksrif, rifið
1 rautt chili, saxað smátt
3 dl. kókosmjólk

Allt sett í pott og hitað varlega að suðu.

föstudagur, 29. ágúst 2008

Pestó

Grænt pestó

50 gr. basil (eingöngu laufin)
2 hvítlauksrif, söxuð
4 matsk. ólífuolía
3 matsk. furuhnetur
3 matsk. rifinn parmesan ostur

Allt sett í matvinnsluvél og maukað. Bragðbætt með salti ef þarf.
Ef pestóið er of þykkt má bæta við meiri olíu.

mánudagur, 16. júní 2008

Allioli

Hvítlauksmajones 1 egg
1 hvítlauksrif
safi úr 1/2 sítrónu
1 tesk. sinnep
salt
2.5 dl. bragðlítil olía

Egg, hvítlaukur, sítrónusafi, sinnep og salt sett í matvinnsluvél og hrært vel. Olíunni blandað saman við smátt og smátt þar til sósan er orðin þykk eins og majones.

mánudagur, 21. apríl 2008

Banana raita

Jógúrtsósa með banana
1 bolli grísk jógúrt
1 tesk cummin duft
1/4 tesk cummin fræ, þurrsteikt á pönnu
salt og paprikuduft
75 gr. græn vínber, steinlaus og skorin í fernt
2 bananar, skornir í bita

Öllu blandað saman, paprikudufti stráð yfir og kælt vel

föstudagur, 18. apríl 2008

Hunangssósa

Sinnepssósa með hunangi Frábær sósa með grilluðum kjúklingi eða fiski.

1 dós sýrður rjómi
2 matsk. hunang
1 matsk. dijon sinnep
1 tesk. kreóla- eða cajunkryddblanda

Öllu hrært saman í skál og síðan kælt.

þriðjudagur, 19. febrúar 2008

Raita

Jógúrtsósa með gúrku
1/2 gúrka rifin eða í litlum bitum
250 gr. grísk jógúrt
3 vorlaukar
1 chili, fræhreinsað og fínsaxað

Salti stráð yfir gúrkuna og látið renna af henni í sigti. Þerrið. Blandið öllu saman og kælið vel fram að framreiðslu

sunnudagur, 17. febrúar 2008

Bernaise sósa

Bernaisesósa
6 eggjarauður
6 matsk. hvítvínsedik
3 saxaðir skalotlaukar eða einn venjulegur laukur
1 búnt estragon
300 gr. brætt smjör
salt og pipar

Saxið 4 matsk. af estragoni og setjið til hliðar.
Setjið edik, lauk og afganginn af estragoninu í lítinn pott og látið sjóða við vægan hita þar til um það bil tvær matskeiðar eru eftir af vökva. Látið kólna og sigtið svo. Setjið eggjarauðurnar saman við edikið og þeytið þar til þær hafa þykknað. Hrærið þá smjörinu mjög hægt saman við og hrærið allan tímann. Blandið saxaða estragoninu saman við og smakkið til með salti og pipar.
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...