Sýnir færslur með efnisorðinu Súpur. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Súpur. Sýna allar færslur

sunnudagur, 1. maí 2016

Katalónsk graskerssúpa

Spænsk graskerssúpa 500 gr. eldað grasker
3 perur
1 laukur
25 gr. smjör
2 matsk. ólífuolía
1/2 l. vatn eða grænmetissoð
100 gr. heslihnetur
100 gr. sykur
100 gr. gráðostur
salt og pipar

Saxið laukinn smátt, afhýðið perurnar og skerið þær í bita. Steikið lauk, perur og grasker við vægan hita í smjörinu og olíunni í um 10 mínútur. Bætið vatni eða soði við og sjóðið í um 15 mínútur. Kryddið með salti og pipar og maukið súpuna.

Heslihnetupralín:
Setjið heslihnetur og sykur á pönnu og hitið varlega þar til sykurinn bráðnar og verður að karamellu. Hellið blöndunni á bökunarpappír og látið kólna. Þegar blandan er orðin köld er hún söxuð gróft.

Berið súpuna fram heita og setjið í hverja skál mulinn gráðost og heslihnetupralín. Dreifið að lokum nokkrum dropum af góðri ólífuolíu yfir hvern disk.

laugardagur, 16. janúar 2016

Afrísk hnetusúpa

Afrísk hnetusúpa
1 laukur
2 hvítlauksrif
1 rautt chili (fræhreinsað)
2 matsk. rifinn engifer
2 dósir saxaðir niðursoðnir tómatar
2 dl. hnetusmjör (gjarna gróft)
1 sæt kartafla, afhýdd og smátt söxuð
1/2 líter vatn eða soð
salt og pipar

Ofan á:
1 1/2 dl. saxaðar kasjúhnetur
1 rautt chili, smátt saxað
1 dl. söxuð steinselja
1/2 dl. ólífuolía

Saxið lauk, hvítlauk og chili og mýkið á pönnu ásamt rifna engifernum. Hellið tómötunum út í og látið sjóða. Blandið þá hnetusmjörinu saman við og hrærið þar til það hefur samlagast. Hellið vatninu út í ásamt sætu kartöflunni og látið sjóða við vægan hita í 20-30 mínútur. Bragðbætið með salti og pipar eftir smekk. Ef súpan er of þykk má þynna hana með meira vatni.

Blandið saman kasjúhnetum, chili, steinselju og olíu og berið fram með súpunni.

fimmtudagur, 8. október 2015

Malasísk maískjúklingasúpa

Malasísk maís og kjúklingasúpa 300 gr. beinlaus kjúklingur
1 eggjahvíta
2 matsk. vatn
2 dósir maísbaunir
1 líter kjúklingasoð
2 tesk. sojasósa
2 tesk. sesamolía
1 1/2 matsk. maísmjöl
60 ml. auka vatn

 Hakkið kjúklinginn, setjið hann ásamt eggjahvítu og vatni í skál og látið standa í 10 mínútur.

Hellið vökvanum af maisbaununum og hakkið þær. Setjið maísinn, kjúklingasoðið, sojasósu og sesamolíu í pott. Komið upp suðu og látið sjóða án loks í 3 mínútur. Hrærið saman maismjöl og vatn og setjið saman við súpuna. Hrærið í þar til súpan þykknar.

Blandið kjúklingablöndunni saman við og látið súpuna sjóða við vægan hita í 2 mínútur. Hrærið í súpunni allan tímann.

fimmtudagur, 19. febrúar 2015

Sprengidagsbaunir

Baunasúpa
1 pk. baunir (500 gr.)
1 1/2 líter vatn
1 laukur
1 blaðlaukur
1 rautt chili
4 hvítlauksrif
1 tesk. svartur pipar
1 kg. saltkjöt
500 gr. gulrætur
1 rófa

Leggið baunirnar í bleyti í að minnsta kosti 5 klukkustundir - helst yfir nótt. Sigtið þær og setjið í pott ásamt vatni, lauk, chili, hvítlauk og pipar og látið sjóða í eina klukkustund. Bætið þá saltkjötinu út í og látið sjóða í 40 mínútur. Þá eru rófur og gulrætur settar saman við og soðið áfram í 20 mínútur.

fimmtudagur, 13. febrúar 2014

Aspassúpa ömmu Áslaugar

Aspassúpa
50 gr. smjör
4 matsk. hveiti
1 líter kjötsoð
2 dósir aspas
1 peli rjómi
1 tesk. svartur pipar

Bræðið smjörið og hrærið hveitinu saman við. Látið krauma í nokkrar mínútur. Hellið heitu soðinu saman við og látið sjóða í 5 mínútur. Hellið þá soðinu af aspasinum saman við, piprið og bragðbætið með salti ef þarf. Rjómanum bætt við og suðan látin koma upp. Að lokum er aspasinum bætt út í og súpan hituð varlega að suðumarki.

laugardagur, 12. október 2013

Kókossúpa með rækjum

Rækjusúpa með kókos

1 laukur
1 rauð paprika
3 gulrætur
1 sellerístöngull
2 hvítlauksrif
2 matsk. engifer
1 tesk. tælenskt grænt karrýmauk
1/2 líter vatn
2 1/2 dl. rjómi
2 dósir kókosmjólk
1-2 tesk. sósujafnari
1-2 fiskiteningar
1 matsk. fiskisósa
500 gr. rækjur
2 avocado
safi úr hálfu lime
salt og pipar
saxað koriander

Skerið grænmetið smátt og mýkið í olíu í 3-4 mínútur. Bætið karrýmaukinu við og síðan vatninu, rjómanum og kókosmjólkinni. Látið sjóða við vægan hita í 5 mínútur og þykkið síðan súpuna með sósujafnaranum. Bætið muldum fiskiteningunum, fiskisósunni og lime safanum í súpuna og bragðbætið með salti og pipar ef þarf. Setjið rækjurnar út í og hitið að suðu. Athugið að súpan á ekki að sjóða eftir að rækjurnar eru komnar út í hana. Að lokum er avocadoið skorið í litla bita og sett út í súpuna og koriander stráð yfir.

þriðjudagur, 20. ágúst 2013

Linsusúpa

Linsubaunasúpa 1 laukur
1 matsk. kókosolía
2 hvítlauksrif
2 dl. rauðar linsubaunir
1 dós niðursoðnir tómatar, hakkaðir
1 líter grænmetissoð, kjúklingasoð eða vatn
1 lárviðarlauf
1 matsk. karrý
1 matsk. paprikuduft
1 tesk. turmerik
1 matsk. agave síróp
salt og pipar

Saxið laukinn og mýkið í kókosolíunni. Bætið hvítlauknum við og látið malla í nokkrar mínútur. Bætið öllu öðru út í pottinn og komið upp suðu.
Látið sjóða við vægan hita í 25-30 minútur eða þar linsurnar eru soðnar og súpan hefur þykknað. Bragðbætið með salti og pipar.
Gott er að bera súpuna fram með grískri jógúrt og ferskri steinselju.

þriðjudagur, 15. janúar 2013

Dönsk tómatsúpa

Tómatsúpa með grænmet 1 laukur
1 græn paprika
1 stór gulrót
2 dósir niðursoðnir tómatar, saxaðir
1 dós tómatpure
8 dl. grænmetissoð eða vatn
2 dl. rjómi
salt og pipar eftir smekk

Laukurinn og paprikan eru skorin mjög smátt. Gulrótin rifin á rifjárni og allt grænmetið síðan steikt í olíu þar til það byrjar að brúnast. Þá er grænmetissoðið sett út í ásamt tómötunum og tómatpúrre og látið sjóða í 10 mínútur. Að lokum er rjómanum bætt í, hitað að suðu og súpan krydduð með salti og pipar.

sunnudagur, 19. febrúar 2012

Mexíkósk baunasúpa

Mexikönsk baunasúpa 1 matsk. ólífuolía
1 laukur, saxaður
3 hvítlauksrif, marin
1 græn paprika, söxuð
1 chili
1 dós niðursoðnir tómatar
1 líter grænmetissoð
2 tesk. tómatpure
1 dós niðursoðnar nýrnabaunir
200 gr. maískorn
1 avocado
nokkrir dropar tabascosósa
salt og pipar.

Hitið olíu í stórum potti og steikið laukinn mjúkan. Bætið í hvítlauk, papriku, tómötum og chili og hitið í 3-4 mínútur. Setjið soðið út í ásamt tómatmauki og 3/4 hlutum af nýrnabaununum, lok sett á pottinn og látið malla í hálfa klukkustund. Látið kólna lítillega og súpan síðan maukuð í matvinnsluvél eða með töfrasprota. Sett aftur í pottinn, saltað og piprað eftir smekk, og afgangur af nýrnabaunum og maískornið sett út í. Avocado flysjað og brytjað, sett saman við ásamt tabascosósu. Hitað varlega að suðu.

miðvikudagur, 17. ágúst 2011

Kókossúpa með núðlum

Tælensk núðlusúpa

2 dósir kókosmjólk
4 dl. vatn
3 hvítlauksrif
3 matsk. ferskur engifer
3-4 matsk. fiskisósa
1 rautt chili
1 kínakálshöfuð
1 búnt ferskt kóríander
1 pakki hrísgrjónanúðlur
Salt og pipar

Núðlurnar soðnar eftir leiðbeiningum á pakka. Kókosmjólk og vatn sett í pott, hvítlaukur og engifer rifið smátt og sett út í ásamt fiskisósu og smátt söxuðu, fræhreinsuðu chili. Látið sjóða í nokkrar mínútur og bragðbætt með salti og pipar ef þarf. Kínakálið saxað gróft og sett saman við og látið sjóða þar til það er mjúkt. Að lokum er soðnum núðlunum blandað saman við súpuna og söxuðu kóríander stráð yfir.

mánudagur, 16. júní 2008

Kjúklingasúpa

Kjúklingasúpa með gulrótum
750 ml. gulrótarsafi
750 ml. kjúklingasoð
4 blaðlaukar
700 gr. kjúklingur (bringur eða beinlaus læri)
salt eftir smekk

Gulrótarsafi og kjúklingasoð sett í pott og hitað að suðu. Blaðlaukurinn skorinn í sneiðar og settur út í. Látið sjóða í 30 mínútur. Kjúklingurinn skorinn í litla bita og látinn sjóða í súpunni í ca. 10 mínútur.

föstudagur, 25. apríl 2008

Skólastjórasúpa

Þessa uppskrift fékk ég frá konu sem vinnur með mér.

3–4 matsk. olía
1 1/2 matsk. karrý
1 heill hvítlaukur
1 blaðlaukur
1 rauð paprika
1 græn paprika
1 lítið blómkálshöfuð
1 lítið brokkolihöfuð
1 flaska Heins Chilisósa
1.5 líter kjúklinga- eða grænmetissoð
400 gr. rjómaostur
1 peli rjómi
4 kjúklingabringur
Salt og pipar

Grænmetið skorið og steikt ásamt karrýinu. Chilisósa og soð sett í pottinn ásamt rjómaosti og rjóma. Hrært vel í á meðan suðan kemur upp.
Kjúklingabringurnar kryddaðar og steiktar, skornar í bita og settar út í súpuna rétt áður en hún er borin fram.

miðvikudagur, 26. mars 2008

Ítölsk grænmetissúpa

Grænmetissúpa með pasta Ég held að þessi uppskrift hafi upphaflega komið úr bókinni Af bestu lyst

1 kg. grænmeti (má vera hvað sem er)
3 hvítlauksrif
1 1/2 líter grænmetissoð eða vatn
1 dós niðursoðnir tómatar
3 msk tómatpuré
1 tsk marjoram
250 gr. pasta
salt og pipar

Grænmetið skorið í litla bita og léttsteikt í potti. Soði, niðursoðnum tómötum, tómatþykkni og kryddi er bætt í pottinn og látið sjóða í 10 mínútur. Bætið þá pastanu við og látið sjóða í 10 mínútur í viðbót.
Berið fram með rifnum parmesan osti.

þriðjudagur, 22. janúar 2008

Fiskisúpa Fanneyjar

Fiskisúpa
2 laukar
4 hvítlauksrif
2 sætar kartöflur
1 brokkolihöfuð
1 pk. minimais
1 paprika
1 dós tómatar
2 matsk. karrý
2 matsk. mango chutney
1.3 lítrar vatn
2 fiskitengingar
1 dós kókosmjólk
500 gr. ýsa eða lax
100 gr. rækjur

Grænmetið skorið smátt og mýkt ásamt karrýinu í ólífuolíu. Tómötunum + safa hellt yfir, mango chutney, vatn og fiskkraftur sett út í og látið sjóða í ca. 15 mín.
Kókosmjólkinni bætt út í súpuna.
Fiskurinn skorinn í litla bita, settur út í súpuna og látið sjóða í 2-3 mínútur. Að lokum er rækjunum bætt út í og hitað að suðu.
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...