Sýnir færslur með efnisorðinu Salöt. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Salöt. Sýna allar færslur

fimmtudagur, 23. apríl 2015

Kjúklingasalat með tælenskri sósu

Tælenskt kjúklingasalat 700 gr. beinlaus kjúklingur, bringur eða læri

Marinering:
1/2 dl. þurrt sérrí
1/2 dl. sojasósa
1 matsk. rifinn engifer
3 hvítlauksrif

Sósa:
1/2 dl. hoisin sósa
2 matsk. pálmasykur
2 matsk. hvítvínsedik
1 matsk. ólífuolía

1 tesk. sesamolía

1/2 dl. ristuð sesamfræ
1 rauðlaukur
1 poki af fersku salati eftir smekk
1 bakki kirsuberjatómatar
1 mangó
1 bakki fersk jarðarber

Blandið saman öllu sem á að fara í marineringuna. Takið 1/2 dl. af leginum til hliðar og geymið. Skerið kjúklinginn í litla bita, blandið honum saman við marineringuna og látið standa í eina klukkustund. Steikið síðan á pönnu í 5-10 mínútur eða þar til kjötið er eldað.

Setið allt hráefnið fyrir sósuna í pott ásamt marineringunni sem var tekin frá. Látið sjóða í 3-4 mínútur, takið af hitanum og blandið sesamolíunni saman við.

Salatið og ávextirnir skorið niður og sett á fallegt fat eða í skál. Kjúklingurinn settur yfir ásamt lauknum og sósunni hellt yfir. Dreifið að lokum ristuðum sesamfræjum yfir.

mánudagur, 9. júní 2014

Hangikjötssalat

Hangikjötssalat
1 dl. majones
2 harðsoðin egg
1/2 laukur
1 epli
150 gr. hangikjöt

Egg, laukur, epli og hangikjöt skorið mjög smátt og blandað saman við majonesið.
Látið kólna vel áður en salatið er borið fram.

laugardagur, 25. júlí 2009

Vatnsmelónusalat

Salat með melónu og fetaosti
1/2 vatnsmelóna
150 gr. fetaostur
100 gr. rucola eða annað kál
1 rauðlaukur
2 matsk. svört sesamfræ
ólífuolía

Vatnsmelónan skorin í teninga á stærð við sykurmola og rauðlaukurinn í þunnar sneiðar. Salatið sett í skál, rauðlaukur melóna og sesamfræ sett saman við og blandað vel. Að lokum er fetaosturinn mulinn saman við og ólífuolíu eftir smekk hellt yfir.

mánudagur, 16. júní 2008

Grískt salat

Grískt grænmetissalat
4 stórir tómatar
1 agúrka
1 paprika
1 rauðlaukur
150 gr. steinlausar kalamata ólífur
200 gr. fetaostur
ólífuolia eftir smekk

Tómatarnir skornir í bita, agúrkan afhýdd og skorin í bita. Paprika og rauðlaukur skorin í þunnar sneiðar. Öllu blandað saman í skál, ólífum og muldum feteaosti dreift yfir. Ólífuolíunni hellt yfir í lokin og ef vill má krydda með örlitlu þurrkuðu oregano.

þriðjudagur, 3. júní 2008

Sesar salat

Sesars salat
4 romaine salathöfuð eða eitt iceberg höfuð
6 eldaðar kjúklingabringur
5-6 ristaðar brauðsneiðar, skornar í teninga
rifinn parmesan ostur

Salatið skorið niður og skipt á 6 diska, sósunni dreift yfir. Kjúklingurinn skorinn í sneiðar og settur yfir salatið ásamt brauðteningunum. Parmesan ostur rifinn yfir.

Sósa:
1 dós ansjósur
2 hvítlauksrif
1/2 bolli ólífuolía
1/2 bolli bragðmild olía
1/2 tesk. sjávarsalt
2 egg
safi úr einni sítrónu
1 bolli rifinn parmesan ostur

Allt nema parmesan osturinn sett í matvinnsluvél og maukað. Ostinum blandað saman við.

föstudagur, 18. apríl 2008

Mangósalat

Rauðlauks og mangósalat
1 þroskað mangó
1/2 rauðlaukur
2 kíví
1/2 agúrka
1 matsk. fersk mynta, söxuð
2 matsk. olía
safi úr einu lime
1 rautt chili, fræhreinsað og saxað smátt
1 matsk fljótandi hunang
salt og pipar

Skerið mangóið í bita, rauðlaukinn í þunnar sneiðar, kiwi og agúrku í tvennt og svo í sneiðar. Blandið þessu saman í skál. Setjið myntu, olíu, limesafa, chili og hunang í aðra skál og blandið vel. Saltið og piprið eftir smekk. Hellið leginum yfir salatið og blandið varlega saman.

laugardagur, 5. apríl 2008

Bleikt byggsalat

Byggsalat með rauðrófum

1.5 dl. bygg
250 gr. soðnar rauðrófur, ekki í ediki
1 rauðlaukur
100 gr. feta ostur
1 lime
100 gr. salatblöð
1 matsk. furuhnetur (má sleppa)
ólífulía
salt, pipar

Byggið er lagt í bleyti í 4.5 dl. af vatni og safa úr hálfu lime. Látið standa í nokkra klukkutíma, helst yfir nótt. Soðið í 20-30 mínútur eða þar til það er mjúkt og síðan skolað undir rennandi köldu vatni.
Rauðrófurnar skornar í litla bita, rauðlaukurinn skorinn í þunnar sneiðar og blandað saman við byggið. Ólífuolíu dreypt yfir ásamt safa úr hálfu lime, saltað og piprað.
Salatblöðin söxuð og sett á fat. Byggsalatið sett yfir ásamt furuhnetunum og fetaosturinn mulinn yfir.

föstudagur, 4. apríl 2008

Dakos

Dakos salat
100 gr. grófar bruður
9 tómatar
150 gr. geitaostur
ólífuolía
salt

Bruðurnar settar örsnöggt undir rennandi kalt vatn og síðan muldar gróft á stóran disk. Ólífuolíu dreift yfir og saltað. Tómatarnir afhýddir og kjarnhreinsaðir og síðan stappaðir. Dreift yfir bruðurnar og saltaðir lítillega. Geitaosturinn mulinn og dreift yfir. Að lokum er örlítilli ólífuolíu dreift yfir.

þriðjudagur, 25. mars 2008

Sætkartöflusalat með fetaosti

Sætar kartöflur með fetaosti
1 kg. sætar kartöflur, skornar í sneiðar
100 gr. spínat
1 rauðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar
200 gr. fetaostur
4 matsk. sólblómafræ
3 matsk. ólífuolía
1 matsk. balsamedik
1 matsk. hunang
1 matsk. sinnep

Sætu kartöflurnar soðnar í 5 - 10 mínútur. Penslaðar með olíu og grillaðar á útigrilli eða grillpönnu.
Olía, edik, hunang og sinnep hrært vel saman.
Spínati, lauk, fetaosti og sólblómafræjum blandað saman og sett í fat eða skál. Kartöflusneiðarnar settar saman við og sósunni hellt yfir.

sunnudagur, 12. ágúst 2007

Rauðrófusalat með geitaosti

Rauðrófusalat með fetaosti
250 gr. soðnar rauðrófur (ekki í ediki)
100 gr. geitaostur (má líka nota fetaost)
30 gr. ósaltar pistasíuhnetur
Ólífuolía

Rauðrófurnar skornar í bita og settar á disk, geitaosturinn mulinn yfir. Ólífuolíunni dreypt yfir og gróft saxaðar pistasíuhetur að lokum settar yfir.
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...