Sýnir færslur með efnisorðinu Smákökur og konfekt. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Smákökur og konfekt. Sýna allar færslur

sunnudagur, 4. desember 2016

Súkkulaðibitakökur með salthnetum

Súkkulaðibitakökur með salthnetum170 gr. smjör
1 bolli púðursykur
1 tesk. vanilludropar
2 egg
2 1/4 bolli hveiti
1 tesk. lyftiduft
1 tesk. matarsódi
1 bolli saxað súkkulaði
1 bolli grófsaxaðar salthnetur

Bræðið smjörið og látið kólna lítillega eða í um 5 mínútur. Setjið smjörið ásamt púðursykri og vanilludropum í hrærivélarskál og hrærið þar til ljóst og létt. Hrærið þá eggjunum saman við ásamt hveiti, matarsóda og lyftidufti. Blandið súkkulaðinu og hnetunum saman við og kælið deigið í ísskáp í 20 mínútur.

Setjið deigið á pappírsklædda bökunarplötu með tveimur teskeiðum og bakið við 175° í 12 mínútur.

þriðjudagur, 15. desember 2015

Sítrónusmákökur með hvítu súkkulaði

Smákökur með hvítu súkkulaði og sítrónu
1 2/3 bolli hveiti
1/2 tesk. lyftiduft
1/2 tesk. salt
1 1/2 tesk. maizenamjöl
1/2 tesk. vanilluduft
1/2 bolli sykur
1/3 bolli púðursykur
200 gr. smjör
1 egg
rifinn börkur af tveimur sítrónum
safi úr einni sítrónu
1 poki (150 gr.) hvítir súkkulaðidropar eða saxað hvítt súkkulaði

Setjið þurrefnin í skál og blandið saman. Bætið smjöri, eggi, sítrónuberki og sítrónusafa saman við og hrærið þar til deigið er samfellt. Bætið þá súkkulaðinu saman við og hrærið vel.

Setjið deigið með tveimur teskeiðum á pappirsklædda bökunarplötu og bakið við 180° í um 10 mínútur.

Gætið þess að ofninn sé vel heitur þegar kökurnar eru settar inn því annars er hætta á að þær renni of mikið út.

mánudagur, 8. desember 2014

Smákökur með hvítu súkkulaði

Smákökur með hvítu súkkulaði
100 gr. smjör
150 gr. púðursykur
50 gr. sykur
1 egg
1 tesk. vanilludropar
200 gr. hveiti
2 matsk. maizena mjöl
1 tesk. matarsódi
1/4 tesk. salt
200 gr. hvítt súkkulaði, saxað

Hrærið smjör, sykur og púðursykur vel saman. Bætið eggi og vanilludropum saman við og hrærið þar til hræran hefur blandast vel. Blandið þá þurrefnunum saman við og að lokum saxaða súkkulaðinu. Búið til litlar kúlur úr deiginu, setjið þær á bökunarpappírsklædda ofnplötu og bakið við 175° í 10 mínútur.

laugardagur, 1. mars 2014

Döðlukonfekt

Döðlugott
400 gr. döðlur
250 gr. smjör
120 gr. pálmasykur (eða púðursykur)
6 dl. rice crispies
250 gr. dökkt súkkulaði - 70%

Setjið döðlur, smjör og sykur í pott og látið sjóða í nokkrar mínútur eða þar til döðlurnar eru vel uppleystar og karamella hefur myndast. Takið af hitanum og hrærið rice crispies saman við. Setjið blönduna í pappírsklætt form, ca. 25x35 cm og sléttið vel. Bræðið súkkulaðið og hellið yfir. Látið kólna vel áður en skorið í litla bita.

fimmtudagur, 28. nóvember 2013

Karamellukökur

Karamellusmákökur

250 gr. smjör
250 gr. púðursykur
340 gr. hveiti
1 tesk. sjávarsalt
1 tesk. matarsódi
2 egg
1 tesk. vanilludropar
300 gr. karamellukurl (2 pokar)

Setjið allt hráefnið nema karamellukurlið í hrærivélarskál og hrærið saman. Þegar allt hefur blandast vel er karamellukurlinu hrært saman við. Setjið með teskeið á pappírsklædda bökunarplötu og bakið við 175° í 10 mínútur.

laugardagur, 31. mars 2012

Kókosgaldrakúlur

Kókoskúlur Þessi uppskrift kemur úr heimilisfræði í Kópavogsskóla.

50 gr. smjör
2 dl. haframjöl
1 dl. kókosmjöl
1 dl. flórsykur
1/2 tesk. vanillusykur
1 matsk. kakó
1 matsk. vatn

Öllum hráefnunum blandað saman í skál og hrært vel saman. Búnar til litlar kúlur sem er velt upp úr kókosmjöli. Raðað á disk og kælt vel.

miðvikudagur, 4. janúar 2012

Sörur

Sarah Bernhadts kökur

Kökur:
3 eggjahvítur
3 1/4 dl. flórsykur
200 gr möndlur, fínt malaðar

Krem:
3 eggjarauður
150 gr. mjúkt smjör
1/2 dl. síróp
1 matsk. kakó
1 tesk. neskaffiduft leyst upp í örlitlu sjóðandi vatni

Hjúpur:
750 gr. suðusúkkulaði

Stifþeytið eggjahvíturnar og blandið möndlum og flórsykri varlega saman við. Setjið deigið með teskeið á bökunarpappír og bakið við 180° í 10-15 minútur.

Þeytið eggjarauðurnar vel saman ásamt sírópinu og hrærið síðan smjörinu saman við. Blandið að lokum kakóinu og kaffinu vel saman við. Látið kremið kólna vel áður en það er sett á kökurnar.

Setjið kremið á kökurnar og dýfið svo kremhliðinni í brætt súkkulaðið til að hjúpa þær.

Kökurnar geymast best í frysti.

mánudagur, 13. desember 2010

Kornflexkökur

4 eggjahvítur
1/2 tesk. salt
1 bolli sykur
1 1/2 bolli kókósmjöl
2 bollar kornflex, gróft mulið
1 bolli súkkulaði, brytjað
100 gr. saxaðar heslihnetur
1 1/2 tesk. vanilludropar

Eggjahvítur og salt þeytt, sykri bætt við og stífþeytt. Kókosmjöli, kornflexi, súkkulaði og hnetum blandað varlega saman við. Sett með teskeið á bökunarpappír og bakað við 175° í ca. 10 mínútur eða þar til kökurnar hafa tekið örlítinn lit.

laugardagur, 14. nóvember 2009

Ungverskar sítrónukökur

Sítrónukökur100 gr. smjör
1 bolli sykur
1 egg
1 sítróna
1 1/4 bolli hveiti
1/2 tesk. matarsódi
1/4 tesk. salt
1 matsk. birkifræ (poppy seeds)

Hrærið smjör og sykur mjög vel saman. Rifið börkinn af sítrónunni og blandið honum ásamt safanum út í smjörhræruna. Bætið egginu saman við.
Blndið hveiti, matarsóda, salti og birkifræjum saman og hrærið þeim út í deigið.
Sett með teskeið á bökunarplötu og bakað við 175° í 10-12 mínútur. Passið að kökurnar verði ekki of dökkar því þá geta þær orðið beiskar.

föstudagur, 6. nóvember 2009

Möndlukökur

Möndlukökur 200 gr. smjör
2 egg
100 gr. hakkaðar möndlur
2 bollar hveiti
1 bolli sykur
1 tesk lyftiduft
1/2 tesk möndludropar
1/4 bolli flórsykur

Ofan á:
ca. 150 gr. heilar möndlur
1 egg

Hrærið saman öllu sem á að fara í deigið.
Búið til litlar kúlur og setjið á bökunarplötu. Þrýstið einni möndlu í hverja köku, penslið með eggi og bakið við 175° 10-12 mín.

sunnudagur, 1. nóvember 2009

Heslihnetukökur

Heslihnetukökur140 gr. hveiti
50 gr. malaðar heslihnetur
50 gr. sykur
140 gr. smjör

Ofan á:
1 matsk. flórsykur
1 tesk. vanillusykur

Hrærið öllu sem á að fara í deigið saman í hrærivél. Mótið litlar kúlur og setjið á bökunarplötu. Þrýstið með vísifingri ofan á hverja kúlu svo að komi dæld í kökuna. Bakið við 175° í 15-20 minútur. Blandið saman flórsykri og vanillusykri og sáldrið yfir kökurnar þegar þær eru orðnar kaldar.

þriðjudagur, 30. desember 2008

Amerískar súkkulaðibitakökur

Súkkulaðibitakökur 2 1/4 bolli hveiti
3/4 bolli púðursykur
3/4 bolli sykur
1 bolli smjör
1 bolli brytjað súkkulaði
1 bolli saxaðar möndlur
2 egg
1 tesk. matarsódi

Öllu blandað saman. Deigið sett með teskeið á bökunarplötu og bakað við 200° í 10-12 mínútur.

sunnudagur, 28. desember 2008

Lakkrístoppar

Lakkrístoppar 3 eggjahvítur
200 gr. púðursykur
150 gr. rjómasúkkulaði
300 gr. lakkrískurl (2 pokar)

Stífþeytið eggjahvíturnar, bætið púðursykrinum við og þeytið áfram þar til sykurinn er alveg horfinn. Bætið söxuðu súkkulaði og lakkrískurli við. Setjið með teskeið á plötu með bökunarpappír og bakið við 175° í 12-14 mínútur.

þriðjudagur, 2. desember 2008

Franskar piparkökur

Franskar piparkökur 250 gr. smjör
200 gr. síróp
200 gr. sykur
2-3 tesk. kanill
2 tesk. negull
2 tesk. engifer
1 1/2 matsk. koníak
500 gr. hveiti
1 tesk. matarsódi
60 gr. hakkaðar möndlur.

Smjör, síróp og sykur er hrært saman, síðan er kryddinu og koníakinu bætt í. Næst er hveitinu, matarsódanum og síðast möndlunum hnoðað saman við. Búnar eru til lengjur sem eru geymdar í ísskáp yfir nótt. Lengjurnar eru síðan skornar í sneiðar og bakaðar í 7-8 mínútur við 180° hita.

Kókoskökur með súkkulaði

Kókoskökur 2 egg
2 dl. sykur
3 dl. kókosmjöl
2 dl. hveiti
1 tesk. lyftiduft
50 gr brytjað súkkulaði

Egg og sykur þeytt vel saman. Þurrefnum og súkkulaði blandað saman við eggjahræruna og sett með teskeið á plötu. Bakað við 160°c í ca. 10 mínútur.

Hnetusmjörskonfekt

Hnetusmjörskonfekt 50 gr. púðursykur
200 gr. flórsykur
50 gr. smjör
200 gr. hnetusmjör
200 gr. rjómasúkkulaði
100 gr. suðusúkkulaði
1 matsk. smjör

Hrærið hnetusmjör, smjör, púðursykur og flórsykur vel saman. Klæðið 23 sm. form með bökunarpappír og þrýstið hnetusmjörs-
blöndunni í botninn. Bræðið súkkulaðið ásamt 1 matsk. af smjöri og dreifið yfir hnetusmjörsblönduna. Kælið vel og skerið í litla bita.

miðvikudagur, 19. desember 2007

Súkkulaði fudge

Súkkulaði konfekt Uppskrift frá Nigellu

350 gr. súkkulaði
1 dós (400 gr.) niðursoðin mjólk (condensed milk)
30 gr. smjör
örlítið salt
150 gr. pístasíuhnetur (ósaltar)

Setjið súkkulaði, mjólk, smjör og salt í pott og bræðið saman við lágan hita.
Saxið hneturnar gróft og hrærið þeim saman við súkkulaðiblönduna.
Hellið í ca. 23 sm ferkantað form, klætt álpappír og sléttið yfirborðið.
Kælið vel og skerið í litla bita.
Geymist í frysti.

Hnetukökur

Hnetusmákökur
200 gr. heslihnetukjarnar
2 dl. sykur
1 egg
50 gr. brætt smjör
Súkkulaðidropar

Heslihneturnar malaðar í matvinnsluvél. Sykri, eggi og bræddu smjöri hrært saman við. Mótaðar litlar kúlur sem eru bakaðar í ca. 10 mínútur við 180°. Súkkulaðidropi settur á hverja köku meðan þær eru heitar.

Mömmukökur

Mömmukossar
125 gr. sykur
250 gr. síróp
125 gr. smjör
1 egg
500 gr. hveiti
2 tesk. matarsódi
½ tesk. engifer
1 tesk. negull
1 tesk. kanell
Hitið sykur, síróp og smjör í potti. Kælið svolítið og hrærið egginu saman við. Blandið þurrefnunum út í. Hnoðið og setjið í kæli yfir nótt. Fletjið deigið fremur þunnt út og stingið út kökur. Bakið við 190° þar til kökurnar verða millibrúnar eða í uþb 5-7 mínútur.

krem:
2 bollar flórsykur
1 eggjarauða
3 matsk. smjör(mjúkt)
2 matsk. rjómi (óþeyttur)
½ tesk. vanillusykur
Þeytið flórsykur og eggjarauðu saman. Blandið smjöri, rjóma og vanillusykri saman við. Þegar kökurnar eru orðnar kaldar eru þær lagðar saman tvær og tvær með kreminu á milli.
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...