Sýnir færslur með efnisorðinu Smáréttir. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Smáréttir. Sýna allar færslur

sunnudagur, 17. apríl 2016

Pan con tomate

Tómatbrauð
1 snittubrauð
2-3 vel þroskaðir tómatar
1 hvítlauksrif
Góð ólífuolía
Sjávarsalt

Skerið brauðið í tvennt og kljúfið helmingana eftir endilöngu. Setjið í heitan ofn og bakið í nokkrar mínútur eða þar til brauðið er stökkt.

Afhýðið hvítlauksrifið og nuddið brauðið með því (mér finnst koma passlegt hvítlauksbragð með því að strjúka tvisvar langsum yfir hvern helming).

Skerið tómatana í tvennt og hreinsið fræin úr þeim. Rífið á grófu rifjárni en passið að skilja hýðið eftir. Smyrjið tómatmaukinu jafnt yfir brauðið.

Sáldrið að lokum ólífuolíu og sjávarsalti yfir og skerið brauðið í hæfilegar sneiðar.

laugardagur, 16. apríl 2016

Tortilla Española - Spænsk eggjakaka

/>
4 stórar kartöflur
1 laukur
4 egg
1/2 - 1 líter ólífuolía
Sjávarsalt eftir smekk

Afhýðið kartöflurnar, skerið þær í tvennt og síðan í þunnar sneiðar. Skerið laukinn í tvennt og síðan í þunnar sneiðar.

Ólífuolíunni hellt í pott, kartöflurnar settar út í kalda olíuna, hitað að suðu og látið sjóða við vægan hita í 10 mínútur. Lauknum bætt við og soðið áfram í 10 mínútur. Blöndunni hellt í sigti og látið standa þar til olían hefur runnið vel af. Geymið olíuna því hana má vel nota aftur.

Brjótið eggin í skál, hrærið þau lauslega saman og saltið. Blandið kartöflunum og lauknum saman við og hellið blöndunni á djúpa ca. 20 sm. víða pönnu. Eldið eggjakökuna við vægan hita þar til eggin eru nánast alveg hlaupin. Þá er eggjakökunni snúið við og hún steikt á hinni hliðinni.

Tortillan er góð bæði heit og köld.

fimmtudagur, 30. apríl 2015

Köld salsadýfa

Köld salsadýfa Dýfan:
200 gr. rjómaostur
1/2 dós sýrður rjómi
1 krukka af salsa sósu (medium)

Ofan á:
2 tómatar
1/2 paprika
1/2 rauðlaukur
1/2 dl. rifinn ostur
1/2 dl. steinselja

Setjið rjómaost, sýrðan rjóma og salsa sósu í hrærivélarskál og hrærið vel saman. Setjið í form eða skál. Takið fræin úr tómötunum og saxið þá mjög smátt ásamt paprikunni og lauknum. Blandið saman við rifna ostinn og steinseljuna og dreifið yfir dýfuna. Berið dýfuna fram kalda með tortillaflögum.

Athugið að dýfan er ekki bökuð!

fimmtudagur, 12. júní 2014

Graflaxsósa

Graflaxssósa
1 dl. sýrður rjómi
1 dl. majones
2 matsk. dijon sinnep
2 matsk. hlynsíróp
1 matsk. þurrkað dill
salt og pipar

Majones og sýrður rjómi hrært saman. Sinnepi og hlynsírópi blandað saman við og bragðbætt með salti og pipar ef þarf. Dillið er að lokum sett saman við og sósan kæld fram að framleiðslu.

Borin fram með gröfnum laxi eða silungi

mánudagur, 9. júní 2014

Hangikjötssalat

Hangikjötssalat
1 dl. majones
2 harðsoðin egg
1/2 laukur
1 epli
150 gr. hangikjöt

Egg, laukur, epli og hangikjöt skorið mjög smátt og blandað saman við majonesið.
Látið kólna vel áður en salatið er borið fram.

sunnudagur, 16. mars 2014

Quesadillur með chili og ólífum

Tortillur með chili og ólífum
4 tortillur
100 gr. rifinn ostur
50 gr. fetaostur
8 grænar ólífur
1 rautt chili, fræhreinsað
2 matsk. ferskt koriander (má sleppa eða nota aðrar kryddjurtir)
ólífuolía
paprikuduft

Setjið ost, fetaost, ólífur, chili og koriander í matvinnsluvél og maukið gróft. Smyrjið maukinu á tvær tortillakökur og leggið hinar tvær kökurnar ofan á. Penslið efri tortillurnar með ólífuolíu og stráið paprikudufti yfir. Pakkið hvorri köku um sig inn í álpappír og bakið við 200° í 5 mínútur. Takið kökurnar þá úr álpappírnum og bakið áfram í 5 mínútur. Skerið í sneiðar og berið fram heitt.

mánudagur, 10. mars 2014

Hrísgrjónabollur

Hrísgrjónaklattar

Frábær leið til að nýta afgang af soðnum hrísgrjónum!

500 gr. soðin hrísgrjón
3 egg
1 chili
2 hvítlauksrif
2 sm. bútur af engifer
1 dl. saxaðar kryddjurtir (t.d. steinselja, koriander eða mynta)
1 tesk. sjávarsalt
1/2 tesk. svartur pipar

Setjið hrísgrjónin í skál og hrærið eggjunum vel saman við. Fræhreinsið chilið og saxið smátt, rífið hvítlauk og engifer. Blandið saman við hrísgrjónin ásamt smátt söxuðum kryddjurtum. Kryddið með salti og pipar. Setjið hrísgrjónin með matskeið á vel heita pönnu, fletjið þau lítillega út og stekið í eina til tvær minútur á hvorri hlið.

Berið fram strax með sætri chilisósu.

sunnudagur, 29. desember 2013

Grafinn silungur


1.5 kg. silungsflök með roði
10 matsk. sjávarsalt
5 matsk. sykur
1 matsk. dillfræ
2 matsk. fennelfræ
1 tesk. fenugreek fræ (má sleppa)
1 tesk. sinnepsfræ
2 matsk. þurrkað dill
1 tesk. svartur pipar

4-5 matsk. þurrkað dill til að strá yfir fiskinn

Setjið dillfræ, fennelfræ, fenugreek fræ og sinnepsfræ í mortel og merjið. Blandið saman salti, sykri, mörðu kryddfræjunum, dilli og svörtum pipar. Raðið silungsflökunum í eldfast mót eða bakka með roðhliðina niður og stráið kryddblöndunni yfir. Látið standa í kæli í 12-24 klukkustundir, eftir þvi hvað flökin eru stór. Skolið kryddblönduna af silungsflökunum, þerrið þau vel og leggið þau aftur í fatið. Gætið þess að hreinsa alla kryddblöndu úr fatinu áður. Dreifið vel af durrkuðu dilli yfir flökin og látið standa í kæli í nokkrar klukkustundir.

Berið fram með graflaxsósu

sunnudagur, 15. desember 2013

Ostafondue

Ostafondue

250 gr. feitur ostur (t.d. Búri)
250 gr. bragðmikill ostur (t.d. Ísbúi eða Óðalsostur)
3 dl. hvítvín
2 matsk. maizenamjöl
1 matsk. koníak

Setjið hvítvínið í pott og hitið að suðu. Rífið ostinn og setjið út í hvítvínið. Hitið við vægan hita þar til osturinn hefur bráðnað en athugið að blandan má ekki sjóða. Hrærið maizenamjölinu út í koníakið og blandið saman við ostahræruna. Hitið varlega þar til blandan er þykk og jöfn.
 Berið fram með brauðbitum (gjarna súrdeigsbrauði), soðnum kartöflum og vínberjum.

fimmtudagur, 3. október 2013

Tapenade

Ólífumauk

8 sólþurrkaðir tómatar
18 svartar ólífur
1-2 hvítlauksrif
1/2 dl. fersk steinselja
1/2 dl. ólífuolía (eða eftir þörfum)

Tómatarnir saxaðir gróft og hvítlaukurinn marinn. Sett í matvinnsluvél ásamt ólífunum og hluta af olíunni. Maukið gróflega eða þar til allt hefur blandast saman en athugið að blandan á að vera grófsöxuð. Bætið saxaðri steinseljunni í ásamt meiri olíu ef þarf og maukið örstutt.

Gott er að borða tapenade með góðu brauði eða niðurskornu grænmeti.

föstudagur, 20. september 2013

Hunangsgljáðar hnetur

Hunangshnetur

200 gr. hnetur (t.d. valhnetur og brasilíuhnetur)
2 matsk. hunang
1 matsk. sojasósa
1/4 tesk. cayenne pipar

Hrærið saman hunangi, sojasósu og cayenne pipar. Veltið hnetunum upp úr blöndunni og setjið þær í þunnt lag í eldfast mót. Bakið við 180°C í 15 mínútur.

laugardagur, 18. febrúar 2012

Hummus

Humus" 1 dós niðursoðnar kjúklingabaunir
1/2 rauðlaukur
1 hvítlaukur
1 matsk. tahini
1 ½ matsk. ólífuolía
1 matsk. sítrónusafi
1 tesk. sjávarsalt
1/4 dl. steinselja

Vefjið hvítlauknum (heilum) og rauðlauknum inn í álpappír og bakið við 180° í 40 mínútur eða þar til laukarnir eru mjúkir. Látið kólna lítillega og hreinsið burt allt hýði. Setjið allt hráefnið nema steinseljuna í matvinnsluvél og blandið vel. Ef hummusið er of þykkt má þynna það með örlítilli ólífuolíu eða vatni. Bætið að lokum steinseljunni út í og maukið örstutt eða þar til steinseljan hefur saxast en er ekki maukuð.

Berið hummusið fram með niðurskornu grænmeti, ristuðu pítubrauði eða chapati.

sunnudagur, 27. nóvember 2011

Quesadillas

Quesadillur 180 gr. rjómaostur
1/2 dl. kotasæla
2 1/2 dl. rifinn ostur
4 tortillakökur
1 dl. sólþurrkaðir tómatar
2 hvítlauksrif
1/2 dl. fersk basilika
1 grænt chili
100 gr. beikon
2 dl. blaðlaukur

Setjið rjómaostinn, kotasæluna og helminginn af ostinum í matvinnsluvél og maukið. Setjið tvær tortillakökur á smjörpappír og smyrjið ostamaukinu ofan á þær. Skerið beikonið smátt og steikið það. Saxið allt grænmetið smátt, blandið því saman við beikonið og skiptið blöndunni á. Leggið hinar tortillakökurnar ofan á og dreifið afganginum af ostinum yfir. Bakið við 200° í 10-15 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn og farinn að brúnast.

sunnudagur, 11. september 2011

Heitar ostasnittur

Snittur með ostablöndu 1 lítil dós majones
1 dós rækjusmurostur
1 dós sýrður rjómi
1 dós grænn aspas
1 skinkubréf
2 snittubrauð

Majones, smurostur og sýrður rjómi sett í skál og hrært saman. Vökvanum hellt af aspasnum, skinkan skorin í litla bita og blandað saman við ostahræruna. Snittubrauðin skorin í sneiðar og blöndunni smurt á brauðið. Bakað í 180° heitum ofni þangað til snitturnar hafa brúnast örlítið.

föstudagur, 25. febrúar 2011

Sjö laga ídýfa

7 laga dýfa
1 dós refried beans
3 tesk. taco krydd
1 dós sýrður rjómi
1 krukka taco sósa
1- 2 avocado
sítrónusafi
100 gr. rifinn ostur
3 tómatar
1 búnt vorlaukur
1 dl. svartar ólífur

1. lag: Hrærið saman refried beans og taco kryddi og smyrjið á disk
2. lag: Hrærið sýrða rjómann örlítið og smyrjið yfir
3. lag: Hellið taco sósunni yfir
4. lag: Stappið avocadoið með örlitlum sítrónusafa og dreifið yfir
5. lag: Stráið rifna ostinum yfir
6. lag: Hreinsið fræin úr tómötunum og skerið þá smátt ásamt vorlauknum og dreifið yfir
7. lag: Skerið ólífurnar í sneiðar og setjið yfir dýfuna

Berið fram með tortilla flögum

mánudagur, 29. nóvember 2010

Chili dýfa

200 gr. rjómaostur
1 dl. majones
1 dl. rifinn ostur
1 rautt chili

1 dl. fín brauðmylsna
1/2 dl. rifinn parmesanostur
20 gr. smjör í litlum bitum

Setjið rjómaost, majones, rifinn ost og chili í matvinnsluvél og maukið vel. Setjið blönduna í eldfast mót, blandið saman brauðmylsnu og parmesan osti og dreifið yfir. Dreifið smjörbitunum að lokum yfir og bakið við 180° í ca. 30 mínútur eða þar til toppurinn hefur brúnast örlítið og dýfan er heit í gegn.

laugardagur, 13. nóvember 2010

Blinis

225 gr. hveiti
2 tesk. þurrger
1 dós sýrður rjómi
2 dl. mjólk
2 egg
1 tesk. salt

ca. 40 gr. brætt smjör til að steikja pönnukökurnar

Hrærið öllu nema smjörinu saman í skál og látið deigið hefst í um eina klukkustund. Smyrjið þá stóra pönnu með smjöri og steikið pönnukökurnar á báðum hliðum. Hæfilegt magn í hverja köku er
1 - 1 1/2 matsk. Athugið að smyrja pönnuna fyrir hvern skammt.

Berið kökurnar fram með sýrðum rjóma, reyktum laxi, kavíar og söxuðum rauðlauk.

þriðjudagur, 30. mars 2010

Ostasalat

salat með osti og vínberjum
1 piparostur
1 camembert
1 lítil dós majones
1 dós sýrður rjómi
1/2 blaðlaukur
1 paprika
1 lítil dós kurlaður ananas
vínber eftir smekk

Ostarnir skornir í litla bita. Blaðlaukur og paprika saxað smátt, safinn látinn renna vel af ananasinum og vínberin skorin í tvennt. Öllu blandað saman og kælt vel. Borið fram með kexi eða brauði.

laugardagur, 24. október 2009

Krabbasalat

spænskt krabbasalat 200 gr. krabbakjöt (surimi)
100 gr. hvítkál
1 matsk. ólífuolía
4 matsk. majones
2 matsk. sýrður rjómi
safi úr 1/4 lime
salt og pipar

Krabbakjötið er rifið niður í matvinnsluvél. Tekið úr og hvítkálið rifið níður í vélinni. Þessu er blandað saman og ólífuolíunni, majónesinu og sýrða rjómanum blandað vel saman við. Limesafinn kreistur út í og kryddað eftir smekk.

Rækjulummur

Spænskar rækjupönnukökur Þessi uppskrift var í Gestgjafanum fyrir nokkrum árum.

80 gr. hveiti
2 egg
2 matsk. kalt vatn
300 gr. rækjur
1/2 blaðlaukur, saxaður smátt
2-3 matsk. söxuð steinselja
1 tesk. paprikuduft
salt og pipar

Hveiti, egg og vatn hrært saman þar til úr verður kekkjalaust deig. Rækjum, blaðlauk, steinselju og kryddi blandað saman við. Steiktar litlar lummur á vel heitri pönnu þar til þær eru fallega brúnaðar á báðum hliðum. Olían látin renna af þeim á eldhúspappír. Lummurnar eru borðaðar heitar eða kaldar með sýrðum rjóma.
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...