Sýnir færslur með efnisorðinu Smáréttir. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Smáréttir. Sýna allar færslur

fimmtudagur, 9. apríl 2009

Perur með gráðaosti

Perur með gráðosti
Uppskrift frá Nigellu sem hefur fengið íslenska yfirhalningu

2 perur
4 matsk. marsalavín eða sherrý
2 matsk. fljótandi hunang
100 gr. pekanhnetur
1 pk. gráðaostur

Afhýðið og kjarnhreinsið perurnar og skerið hverja í 8 báta. Steikið í olíu á pönnu, ca. 3 mínútur á hverri hlið. Blandið víninu og hunanginu saman í skál og hellið yfir perurunar á pönnunni. Látið sjóða í nokkrar mínútur og færið perurnar þá á fat. Setjið hneturnar út í vínblönduna á pönnunni og látið sjóða í nokkrar mínútur við góðan hita. Bætið meira víni við ef þarf. Dreifið hnetunum yfir perurnar ásamt sósunni og myljið að lokum gráðostinn yfir.

Partýpizzur

Smjördeigspizzur 1 pk. smjördeig
200 gr. beikon
1/2 laukur
1 box sveppir
1/2 dós sýrður rjómi
1 egg
150 gr. rifinn ostur

Deigið flatt lítillega út og skornar út litlar kringlóttar kökur sem eru settar á plötu. Afskurðurinn hnoðaður lítillega með hveiti, flattur út og skornar út fleiri kökur. Beikonið, laukurinn og sveppirnir skorið smátt og steikt. Sett í skál og sýrðum rjóma, eggi og rifnum osti hrært saman við. Sett ofan á pizzurnar, ca. ein teskeið á hverja eða eftir smekk. Bakað við 180-200° í 10-15 mín.

fimmtudagur, 19. febrúar 2009

Ólífukúlur

Ólifubollur
75 gr. hveiti
75 gr. smjör
50 gr. rifinn ostur
25 gr. rifinn parmesan ostur
20-30 grænar, fylltar ólífur

Setjið allt nema ólífurnar í mixara og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Rúllið deiginu utan um ólífurnar og hnoðið í litlar kúlur. Setjið í ísskáp og kælið í eina klukkustund.
Bakið kúlurnar við 220° í 10-15 mínútur.

föstudagur, 29. ágúst 2008

Pestó

Grænt pestó

50 gr. basil (eingöngu laufin)
2 hvítlauksrif, söxuð
4 matsk. ólífuolía
3 matsk. furuhnetur
3 matsk. rifinn parmesan ostur

Allt sett í matvinnsluvél og maukað. Bragðbætt með salti ef þarf.
Ef pestóið er of þykkt má bæta við meiri olíu.

miðvikudagur, 6. ágúst 2008

Rækju saganaki

Rækjur með fetaosti
400 gr. risarækja (einnig má nota smærri rækjur)
6 tómatar
1/2 tesk. cayenne pipar
2 matsk. ólífuolía
100 gr. feta ostur
salt, pipar og sykur eftir smekk

Tómatarnir afhýddir, skornir í bita og eldaðir á pönnu ásamt ólífuolíu og kryddi þar til þeir eru orðnir að þykkri sósu.
Rækjurnar settar í eldfast mót, sósunni hellt yfir og bakað við 200° í 10 mínútur - skemur ef notuð er smærri rækja. Osturinn skorinn í bita og dreift yfir, sett undir heitt grill í ca. 5 mínútur.

fimmtudagur, 28. febrúar 2008

Gambas Pil Pil

Spænskur rækjuréttur
400 gr. risarækja
1 dl. ólífuolía
4 hvítlauksrif
1/2 rautt chilli

Chilli saxað smátt og hvítlaukur skorinn í sneiðar. Olían hituð á pönnu og rækjurnar settar á pönnuna. Chilli og hvítlaukur sett út á og steikt þar til rækjurnar eru eldaðar í gegn.
Borið fram með góðu brauði.

miðvikudagur, 6. febrúar 2008

Fylltar pönnukökur

Fylltar pönnukökur með kjúklingi
14-18 pönnukökur
4 dl. soðin hrísgrjón
350 gr. kjúklingabringur
200 gr. sveppir
2 blaðlaukar
1 rauð paprika
2 tesk. karrý
salt og pipar
200 gr rifinn ostur

Skerið kjúklinginn í litla bita og steikið í ólífuolíu. Saxið allt grænmetið smátt og bætið á pönnuna ásamt karrýinu. Þegar kjúklingurinn er eldaður er hrísgrjónunum bætt við og smakkað til með salti og pipar. Bætið einnig ólífuolíu við ef þurfa þykir. Hrærið rifna ostinum saman við og setjið fyllinguna í pönnukökurnar.
Berið fram með salati og sinnepssósu eða hunangssósu.
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...