Sýnir færslur með efnisorðinu Spænskir réttir. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Spænskir réttir. Sýna allar færslur

sunnudagur, 1. maí 2016

Katalónsk graskerssúpa

Spænsk graskerssúpa 500 gr. eldað grasker
3 perur
1 laukur
25 gr. smjör
2 matsk. ólífuolía
1/2 l. vatn eða grænmetissoð
100 gr. heslihnetur
100 gr. sykur
100 gr. gráðostur
salt og pipar

Saxið laukinn smátt, afhýðið perurnar og skerið þær í bita. Steikið lauk, perur og grasker við vægan hita í smjörinu og olíunni í um 10 mínútur. Bætið vatni eða soði við og sjóðið í um 15 mínútur. Kryddið með salti og pipar og maukið súpuna.

Heslihnetupralín:
Setjið heslihnetur og sykur á pönnu og hitið varlega þar til sykurinn bráðnar og verður að karamellu. Hellið blöndunni á bökunarpappír og látið kólna. Þegar blandan er orðin köld er hún söxuð gróft.

Berið súpuna fram heita og setjið í hverja skál mulinn gráðost og heslihnetupralín. Dreifið að lokum nokkrum dropum af góðri ólífuolíu yfir hvern disk.

sunnudagur, 17. apríl 2016

Pan con tomate

Tómatbrauð
1 snittubrauð
2-3 vel þroskaðir tómatar
1 hvítlauksrif
Góð ólífuolía
Sjávarsalt

Skerið brauðið í tvennt og kljúfið helmingana eftir endilöngu. Setjið í heitan ofn og bakið í nokkrar mínútur eða þar til brauðið er stökkt.

Afhýðið hvítlauksrifið og nuddið brauðið með því (mér finnst koma passlegt hvítlauksbragð með því að strjúka tvisvar langsum yfir hvern helming).

Skerið tómatana í tvennt og hreinsið fræin úr þeim. Rífið á grófu rifjárni en passið að skilja hýðið eftir. Smyrjið tómatmaukinu jafnt yfir brauðið.

Sáldrið að lokum ólífuolíu og sjávarsalti yfir og skerið brauðið í hæfilegar sneiðar.

laugardagur, 16. apríl 2016

Tortilla Española - Spænsk eggjakaka

/>
4 stórar kartöflur
1 laukur
4 egg
1/2 - 1 líter ólífuolía
Sjávarsalt eftir smekk

Afhýðið kartöflurnar, skerið þær í tvennt og síðan í þunnar sneiðar. Skerið laukinn í tvennt og síðan í þunnar sneiðar.

Ólífuolíunni hellt í pott, kartöflurnar settar út í kalda olíuna, hitað að suðu og látið sjóða við vægan hita í 10 mínútur. Lauknum bætt við og soðið áfram í 10 mínútur. Blöndunni hellt í sigti og látið standa þar til olían hefur runnið vel af. Geymið olíuna því hana má vel nota aftur.

Brjótið eggin í skál, hrærið þau lauslega saman og saltið. Blandið kartöflunum og lauknum saman við og hellið blöndunni á djúpa ca. 20 sm. víða pönnu. Eldið eggjakökuna við vægan hita þar til eggin eru nánast alveg hlaupin. Þá er eggjakökunni snúið við og hún steikt á hinni hliðinni.

Tortillan er góð bæði heit og köld.

laugardagur, 11. júlí 2015

Saltfiskur frá Spáni

Spænskur saltfiskur800 gr. saltfiskur
1 laukur
4 hvítlauksrif
1 rauð paprika
200 gr. frosnar grænar baunir
2 dósir niðursoðnir tómatar
1 matsk. hunang
4 harðsoðin egg
1 dl. söxuð steinselja
salt og pipar

Steikið lauk ásamt papriku og hvítlauk í olíu þar til laukurinn er orðinn glær. Tómötunum bætt á pönnuna og látið sjóða vel saman þar til sósan þykknar. Bætið þá hunanginu saman við og bragðbætið með salti og pipar.

Veltið fisknum upp úr hveiti og steikið í heitri olíu. Setjið fiskstykkin í sósuna, raðið eggjabátum ofan á og stráið saxaðri steinselju yfir.

Borið fram með góðu brauði og salati.

laugardagur, 24. október 2009

Krabbasalat

spænskt krabbasalat 200 gr. krabbakjöt (surimi)
100 gr. hvítkál
1 matsk. ólífuolía
4 matsk. majones
2 matsk. sýrður rjómi
safi úr 1/4 lime
salt og pipar

Krabbakjötið er rifið niður í matvinnsluvél. Tekið úr og hvítkálið rifið níður í vélinni. Þessu er blandað saman og ólífuolíunni, majónesinu og sýrða rjómanum blandað vel saman við. Limesafinn kreistur út í og kryddað eftir smekk.

Rækjulummur

Spænskar rækjupönnukökur Þessi uppskrift var í Gestgjafanum fyrir nokkrum árum.

80 gr. hveiti
2 egg
2 matsk. kalt vatn
300 gr. rækjur
1/2 blaðlaukur, saxaður smátt
2-3 matsk. söxuð steinselja
1 tesk. paprikuduft
salt og pipar

Hveiti, egg og vatn hrært saman þar til úr verður kekkjalaust deig. Rækjum, blaðlauk, steinselju og kryddi blandað saman við. Steiktar litlar lummur á vel heitri pönnu þar til þær eru fallega brúnaðar á báðum hliðum. Olían látin renna af þeim á eldhúspappír. Lummurnar eru borðaðar heitar eða kaldar með sýrðum rjóma.

mánudagur, 16. júní 2008

Allioli

Hvítlauksmajones 1 egg
1 hvítlauksrif
safi úr 1/2 sítrónu
1 tesk. sinnep
salt
2.5 dl. bragðlítil olía

Egg, hvítlaukur, sítrónusafi, sinnep og salt sett í matvinnsluvél og hrært vel. Olíunni blandað saman við smátt og smátt þar til sósan er orðin þykk eins og majones.

fimmtudagur, 28. febrúar 2008

Gambas Pil Pil

Spænskur rækjuréttur
400 gr. risarækja
1 dl. ólífuolía
4 hvítlauksrif
1/2 rautt chilli

Chilli saxað smátt og hvítlaukur skorinn í sneiðar. Olían hituð á pönnu og rækjurnar settar á pönnuna. Chilli og hvítlaukur sett út á og steikt þar til rækjurnar eru eldaðar í gegn.
Borið fram með góðu brauði.

föstudagur, 22. febrúar 2008

Marbella kjúklingur

Spænskur kjúklingur með ólífum og sveskjum 2 kg. kjúklingabitar
6 hvítlauksrif, söxuð
2 matsk. þurrkað oregano
1/4 bolli rauðvínsedik
1/4 bolli ólífuolía
1/2 bolli steinlausar sveskjur
1/2 bolli grænar ólífur
1/4 bolli capers
3 lárviðarlauf
1/2 bolli púðursykur
1/2 bolli hvítvín
1/4 bolli söxuð steinselja
Salt og pipar

Blandið saman hvítlauk, oregano, ediki, ólífuolíu, sveskjum, ólífum, capers og lárviðarlaufum. Hellið yfir kjúklingabitana og látið marinerast í nokkra klukkutíma eða yfir nótt.
Raðið kjúklingabitunum í eldfast mót og hellið marineringunni yfir. Dreifið sykrinum yfir kjúklingabitana og hellið hvítvíninu í kringum þá. Bakið við 175° í eina klukkustund og ausið soðinu reglulega yfir bitana. Dreifið steinseljunni yfir réttinn þegar hann er tilbúinn.
Borið fram með salati og góðu brauði.
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...