Sýnir færslur með efnisorðinu Suður-Amerískir réttir. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Suður-Amerískir réttir. Sýna allar færslur

föstudagur, 13. júní 2008

Brasilískur kókoskjúklingur

Brasilískur kjúklingur
1200 gr. kjúklingabringur
2 tesk. cummin
2 tesk. turmerik
2 tesk. coriander
1 tesk. cayenne pipar
salt og pipar
2 laukar, saxaðir
2 matsk. rifinn engifer
1 rautt chilli, fræhreinsað og saxað smátt
4 hvítlauksrif, marin
6 tómatar, saxaðir og fræhreinsaðir
2 dósir kókosmjólk
1 steinseljubúnt

Blandið saman cummin, cayenne pipar, turmerik og coriander. Bragðbætið með salti og pipar og nuddið á kjúklingabringurnar.
Steikið kjúklinginn í 10 - 15 mínútur á hvorri hlið, eða þar til hann er eldaður í gegn. Setjið til hliðar.
Steikið lauk, engifer, chilli og hvítlauk við vægan hita í 5 mínútur. Bætið þá tómötunum við og eldið áfram í 5 - 8 mínútur. Hrærið kókosmjólkinni saman við, setjið kjúklinginn í sósuna og hitið þar til kjúklingurinn er heitur í gegn.
Dreifið saxaðri steinseljunni yfir réttinn.
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...