Sýnir færslur með efnisorðinu Sultur og marmelaði. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Sultur og marmelaði. Sýna allar færslur

sunnudagur, 28. ágúst 2016

Krækiberjahlaup

Krækiberjasulta
2 kg. krækiber eða einn líter af hrásaft
750 gr. sykur
1 pakki gult melatín

Hreinsið berin vel og maukið þau, annað hvort í hakkavél eða matvinnsluvél. Best er að gera þetta í litlum skömmtum. Setjið berin í sigti yfir stórri skál og látið standa í ísskáp yfir nótt til að ná sem mestri saft úr berjunum.

Mælið saftina, 2 kg. af berjum ætti að gefa um einn líter af saft.

Setjið saftina í pott og hitið að suðu. Hrærið mealtíninu saman við og bætið svo sykrinum rólega saman við. Komið upp suðu og látið sjóða í eina mínútu. Fleytið alla froðu ofan af hlaupinu og setjið í sótthreinsaðar krukkur.

þriðjudagur, 14. júlí 2015

Rabarbara og jarðarberja sulta

Rabarbarasulta með jarðarberjum750 gr. rabarbari
500 gr. frosin jarðarber
1 kg. sykur
1/8 tesk. salt

Skerið rabarbarann smátt og setjið í pott ásamt jarðarberjum og sykri. Látið standa í pottinum í nokkrar klukkustundir eða yfir nótt. Komið upp suðu og látið sjóða við vægan hita í um 30 mínútur eða þar til sultan er þykk og samfelld. Hrærið oft í pottinum meðan sultan sýður og reynið að merja berin og rabarbarann eins og hægt er. Ef vill má einnig setja sultuna í hakkavél eða mauka hana þegar hún er soðin. Setjið sultuna í heitar sótthreinsaðar krukkur.

miðvikudagur, 13. ágúst 2014

Rifsberjahlaup

Rifsberjasulta
1 kg. rifsber með stilkum
1 kg. sykur

Skolið berin og setjið í pott ásamt sykrinum. Komið upp góðri suðu og látið sjóða í 3 mínútur. Sigtið hlaupið og látið það standa í nokkrar mínútur. Veiðið þá mestu froðuna ofan af og setjið hlaupið í sótthreinsaðar krukkur.

Til að hlaupið verði vel stíft er best að berin séu ekki of þroskuð.

Ef sultan hleypur ekki má setja hana aftur í pottinn, sjóða upp á henni með sultuhleypi og setja hana svo í krukkur.

fimmtudagur, 17. október 2013

Rabarbara- og krækiberjasulta

Rabarbarasulta með krækiberjum

1½ kg. rabarbari
600 gr. krækiber
2 kg. sykur - takið 1 dl. frá til að blanda við sultuhleypinn
3-4 tesk. sultuhleypir (eða eftir leiðbeiningum á pakka)

Rabarbari, ber og sykur sett í pott og soðið í 20 mínútur. Sultan hökkuð og sett aftur í pottinn ásamt afganginum af sykrinum sem búið er að blanda með sultuhleypinum. Soðið í 3 mínútur og sett strax í hreinar krukkur.

fimmtudagur, 24. desember 2009

Koníakslöguð apríkósusulta með pekan hnetum

Apríkósusulta 1 kg. þurrkaðar apríkósur, gróft saxaðar
1 l. eplasafi
Safi og rifinn börkur af einni sítrónu
1 kg. sykur
150 gr. pecan hnetur, gróft saxaðar
1 dl. koníak + 1 tesk. í hverja krukku

Látið apríkósurnar liggja í bleyti í eplasafanum í nokkra klukkutíma eða yfir nótt. Setjið í pott ásamt safanum og látið sjóða í 20 mínútur eða þar til apríkósurnar eru meyrar.
Blandið sítrónusafa og berki, hnetum og sykri saman við og sjóðið áfram við vægan hita í um 15 mínútur. Þeir sem eiga sykurmæli láta sultuna sjóða þar til mælirinn sýnir 105°. Takið sultuna af hitanum og látið kólna í 10 mínútur.
Hrærið koníakinu saman við og setjið strax í heitar krukkur. Hellið einni teskeið af koníaki í hverja krukku.
Gott er að láta sultuna standa í viku áður en hún er notuð.

laugardagur, 27. október 2007

Plómusulta

Plómumarmelaði 1,5 kg. plómur
3 dl. vatn
2 kanelstangir
5 sneiðar af ferskum engifer
1 kg. sykur
25 gr. smjör

Skerið plómurnar í tvennt og fjarlægið steinana úr þeim. Setjið þær í pott ásamt vatninu, kryddinu og engifernum og sjóðið í 30 mínútur. Setjið í sigti og þrýstið eins miklu af ávöxtunum og hægt er í gegn. Setjið aftur í pottinn ásamt sykrinum og smjörinu og sjóðið þar til sultan hefur þykknað eða í 7-10 mínútur. Setjið í sótthreinsaðar krukkur.
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...