Sýnir færslur með efnisorðinu Tælenskir réttir. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Tælenskir réttir. Sýna allar færslur

sunnudagur, 18. nóvember 2012

Fiskikarrý

Tælenskur fiskréttur 800 gr. hvítur fiskur
2 matsk. olía
1 matsk. tælenskt grænt karrýmauk
3 hvítlauksrif
1 rautt chili
1 grasker (Butternut squash)
1 blaðlaukur
2 dósir kókosmjólk
1 matsk. fiskisósa
safi úr hálfu lime

Hitið olíuna á pönnu og steikið karrýmaukið í um eina mínútu. Hellið kókosmjólkinni út á pönnuna og hrærið þar til karrýmaukið hefur samlagast henni. Saxið þá hvítlaukinn og chilið smátt (fjarlægið fræin úr chilinu) og blandið saman við ásamt fiskisósunni. Látið sjóða í nokkrar mínútur og bætið þá graskerinu afhýddu og í litlum bitum saman við ásamt blaðlauknum í sneiðum. Látið sjóða undir loki í 20 mínútur eða þar til graskerið er meyrt. Hrærið þá limesafanum saman við, bragðbætið með salti og pipar ef þarf og leggið að lokum fiskinn í litlum bitum ofan á. Látið sjóða í um 5 mínútur eða þar til fiskurinn er eldaður í gegn.
Berið fram með hrísgrjónum og söxuðu koriander.

miðvikudagur, 17. ágúst 2011

Kókossúpa með núðlum

Tælensk núðlusúpa

2 dósir kókosmjólk
4 dl. vatn
3 hvítlauksrif
3 matsk. ferskur engifer
3-4 matsk. fiskisósa
1 rautt chili
1 kínakálshöfuð
1 búnt ferskt kóríander
1 pakki hrísgrjónanúðlur
Salt og pipar

Núðlurnar soðnar eftir leiðbeiningum á pakka. Kókosmjólk og vatn sett í pott, hvítlaukur og engifer rifið smátt og sett út í ásamt fiskisósu og smátt söxuðu, fræhreinsuðu chili. Látið sjóða í nokkrar mínútur og bragðbætt með salti og pipar ef þarf. Kínakálið saxað gróft og sett saman við og látið sjóða þar til það er mjúkt. Að lokum er soðnum núðlunum blandað saman við súpuna og söxuðu kóríander stráð yfir.

þriðjudagur, 1. mars 2011

Kjúklingur með bambussprotum

Tælenskur kjúklingur með bambus
1 kg. kjúklingabringur
2 hvítlauksrif
1 rautt chili
1-2 matsk. rautt karrýmauk
2 dósir kókosmjólk
1 matsk. fiskisósa
2 tesk. hrásykur
1 dós bambussprotar
1 búnt fersk basilika (aðeins blöðin)

Skerið kjúklinginn í litla bita og brúnið á vel heitri pönnu. Setjið til hliðar. Saxið hvítlauk og chili (takið fræin úr chilinu) smátt og steikið í eina mínútu ásamt karrýmaukinu. Hellið þá kókosmjólkinni út í ásamt sykri og fskisósu og látið sjóða í 10-15 mínútur eða þar til sósan hefur þykknað. Bætið þá bambussprotunum og kjúklingnum saman við og eldið áfram í 4-5 mínútur. Að lokum er basilikan söxuð og bætt við.

föstudagur, 9. nóvember 2007

Tælenskar núðlur

Núðlur með rækjum
450 gr. smátt skorið grænmeti (má vera hvað sem er)
200 gr. sveppir
2 matsk. grænt tælenskt karrýmauk
2 dósir kókosmjólk
1 tesk. fiskikraftur (má sleppa)
450 gr. soðnar núðlur
300 gr. risarækjarækjur

Steikið grænmetið og sveppina á wokpönnu í ca. 3 mínútur, takið það þá af pönnunni og haldið heitu. Setjið karrýmaukið, kókosmjólkina og fiskikraftinn á pönnuna og komið upp suðu. Setjið þá núðlurnar út í ásamt rækjunum og látið malla í 3 til 4 mínútur eða þar til rækjurnar eru eldaðar í gegn. Hrærið grænmetinu saman við og berið fram.

þriðjudagur, 25. september 2007

Tælenskur hnetukjúklingur

Hnetusmjörskjúklingur

Þessi réttur varð á sínum tíma í þriðja sæti í uppskriftasamkeppni Þjóðarbókhlöðunnar

1 kg. kjúklingur
3 matsk. sojasósa
2 matsk. hnetusmjör (creamy)
2 tesk. hvítvínsedik
¼ tesk cayennepipar
3 matsk. ólífuolía
3 matsk. saxaður hvítlaukur
1 ½ matsk. saxað ferskt engifer
¾ bolli saxaður blaðlaukur
2 ½ bolli brokkolí
1/3 bolli ristaðar hnetur

Sojasósu, hnetusmjöri, ediki og cayennepipar blandað saman í skál. Kjúklingakjötið skorið í litla bita og steikt ásamt hvítlauk og engifer í 10 mínútur. Lækkið hitann og bætið lauk, brokkolí, hnetum og sósu út í. Eldið áfram í 5 mínútur

fimmtudagur, 23. ágúst 2007

Panang kjúklingur

Tælenskur panang kjúklingur
1 kg. kjúklingur
3 matsk. olía
200 gr. skalotlaukur
2 matsk. panang karrýmauk (eða rautt karrýmauk ef þið fáið ekki panang)
3 matsk. hnetusmjör
1 dós kókosmjólk
1 chili
2 matsk. fiskisósa
1 1/2 matsk. sykur
5 kaffir limelauf
1/2 dl. vatn

Kjúklingurinn skorinn í litla bita og steiktur þar til hann er eldaður í gegn. Settur til hliðar. Skalotlaukurinn skorinn í sneiðar og steiktur í 2 mínútur án þess að láta hann brúnast. Karrýmauki og hnetusmjöri er bætt á pönnuna og steikt í 1/2 mínútu. Kókosmjólkinni, vatni, chili, fiskisósu, sykri og limelaufum bætt út í og látið sjóða við lágan hita í 5 mínútur. Hækkið þá hitann og bætið kjúklingnum í sósuna og hitið í ca 2 mínútur. Berið fram með soðnum hrísgrjónum.

miðvikudagur, 15. ágúst 2007

Tælensk önd í ananaskarrý

Önd með ananas

5 andarbringur (skinnlausar) skornar í bita
1/2 tesk. salt
2 tesk. sojasósa
2 tesk. sesamolía
1/2 tesk. svartur pipar
2 tesk. maísenamjöl
3 matsk. olía
100 gr. skalotlaukur, skorinn í sneiðar
2 matsk. rautt taílenskt karrýmauk
1 dós kókosmjólk
150 ml. kjúklingasoð
1 ferskur ananas, skorinn í bita
1 rautt chili
2 matsk. fiskisósa
1 matsk. sykur
rifinn börkur af einu lime

Salti, sojasósu, sesamolíu, pipar og maisenamjöli blandað saman í skál og andarbringurnar látnar marinerast í blöndunni í um 15 mínútur.
Skalotlaukurinn steiktur þar til hann er mjúkur, eða um 2 mínútur. Karrýmaukinu blandað saman við og steikt í 30 sekúndur. Kókósmjólkinni, kjúklingakraftinum, ananasinum, chili, fiskisósu, sykri og limeberki blandað saman við og látið malla í 10 mínútur. Andarbringurnar steiktar við háan hita í um 2 mínútur og síðan blandað saman við sósuna.
Borið fram með hrísgrjónum
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...