mánudagur, 13. desember 2010

Kartöflusalat með ólífum

1 kg. kartöflur
1 krukka fetaostur í olíu
1/2 krukka sólþurrkaðir tómatar
1/2 krukka svartar ólífur
1 rauðlaukur
1/2 búnt fersk steinselja (gróft söxuð)

Saxið tómatana, skerið ólífurnar í þrennt og laukinn í þunnar sneiðar. Setjið i skál og blandið fetaostinum ásamt olíu saman við. Sjóðið kartöflurnar, skerið þær í bita og blandið saman við grænmetið meðan kartöflurnar eru ennþá heitar. Grófsaxið að lokum steinseljuna og blandið saman við.

Engin ummæli:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...