Plómusulta

Plómumarmelaði 1,5 kg. plómur
3 dl. vatn
2 kanelstangir
5 sneiðar af ferskum engifer
1 kg. sykur
25 gr. smjör

Skerið plómurnar í tvennt og fjarlægið steinana úr þeim. Setjið þær í pott ásamt vatninu, kryddinu og engifernum og sjóðið í 30 mínútur. Setjið í sigti og þrýstið eins miklu af ávöxtunum og hægt er í gegn. Setjið aftur í pottinn ásamt sykrinum og smjörinu og sjóðið þar til sultan hefur þykknað eða í 7-10 mínútur. Setjið í sótthreinsaðar krukkur.

Ummæli