Spaghetti með sítrónusósu

Sítrónupasta
500 gr. spaghetti
1 sítróna
100 gr. smjör
2,5 dl. rjómi
1 bolli rifinn parmesan ostur
salt og pipar

Sjóðið spaghettið samkvæmt leiðbeiningum á pakka. 

Setjið smjörið í pott og bræðið við vægan hita. Hellið rjómanum saman við og látið suðu koma upp. Rífið börkinn af sítrónunni og setjið hann ásamt safanum út í rjóma- og smjörblönduna. Hitið að suðu. 

Þegar spaghettið er soðið er það sigtað og sett í  stóra skál. Sósunni hellt yfir og blandað vel. Parmesan osturinn settur saman við og saltað og piprað eftir smekk.

Gott er að bera spaghettið fram með grænu salati og ristuðum fræjum.

Ummæli