Sítrónusmákökur með hvítu súkkulaði

Smákökur með hvítu súkkulaði og sítrónu
1 2/3 bolli hveiti
1/2 tesk. lyftiduft
1/2 tesk. salt
1 1/2 tesk. maizenamjöl
1/2 tesk. vanilluduft
1/2 bolli sykur
1/3 bolli púðursykur
200 gr. smjör
1 egg
rifinn börkur af tveimur sítrónum
safi úr einni sítrónu
1 poki (150 gr.) hvítir súkkulaðidropar eða saxað hvítt súkkulaði

Setjið þurrefnin í skál og blandið saman. Bætið smjöri, eggi, sítrónuberki og sítrónusafa saman við og hrærið þar til deigið er samfellt. Bætið þá súkkulaðinu saman við og hrærið vel.

Setjið deigið með tveimur teskeiðum á pappirsklædda bökunarplötu og bakið við 180° í um 10 mínútur.

Gætið þess að ofninn sé vel heitur þegar kökurnar eru settar inn því annars er hætta á að þær renni of mikið út.

Ummæli