5 eggjahvítur
250 gr. sykur
3 matsk. kakó
1 tesk. balsam edik
50 gr. saxað suðusúkkulaði
Ofan á:
3 dl. þeyttur rjómi
250 gr. hindber
rifið súkkulaði
Eggjahvítur og sykur þeytt þar til stíft og glansandi. Kakó og ediki blandað varlega saman við ásamt súkkulaðinu.
20 - 23 sm. hringur teiknaður á bökunarpappír og marensinn settur inn í hann, athugið að hann á að vera frekar hár. Sett inn í 180° heitan ofn, hitinn strax lækkaður í 150° og bakað í 1 klukkustund og 15 mínútur. Þá er slökkt á ofninum og marensinn látinn kólna í honum.
Rjóminn settur ofan á kökuna þegar hún er orðin köld og skreytt með hindberjum og rifnu súkkulaði.
Best er að setja rjómann og berin á kökuna rétt áður en á að borða hana.
Ummæli