Súkkulaðibitakökur með salthnetum

Súkkulaðibitakökur með salthnetum
170 gr. smjör
1 bolli púðursykur
1 tesk. vanilludropar
2 egg
2 1/4 bolli hveiti
1 tesk. lyftiduft
1 tesk. matarsódi
1 bolli saxað súkkulaði
1 bolli grófsaxaðar salthnetur

Bræðið smjörið og látið kólna lítillega eða í um 5 mínútur. Setjið smjörið ásamt púðursykri og vanilludropum í hrærivélarskál og hrærið þar til ljóst og létt. Hrærið þá eggjunum saman við ásamt hveiti, matarsóda og lyftidufti. Blandið súkkulaðinu og hnetunum saman við og kælið deigið í ísskáp í 20 mínútur.

Setjið deigið á pappírsklædda bökunarplötu með tveimur teskeiðum og bakið við 175° í 12 mínútur.

Ummæli