3 tesk. sjávarsalt
1 matsk. sykur
1 matsk. olía
150 gr. rúgmjöl
75 gr. hveiti
75 gr. heilhveiti eða gróft spelt
1/2 dl. sólblómafræ
1/2 dl. graskersfræ
2 matsk. sesamfræ
2 matsk. hörfræ
1 tesk. þurrger
Þetta brauð baka ég í brauðvélinni minni en það er auðvitað líka hægt að baka það í ofni.
Brauðvél:
Setjið öll hráefnin í formið í þeirri röð sem þau eru talin upp hér að ofan. Veljið almennt bakstursprógramm, stillið á minnstu brauðstærð og dekkstu skorpustillingu.
Í ofni:
Setjið öll hráefnin í hrærivélarskál og hnoðið vel saman með deigkrók. Setjið klút yfir skálina og látið deigið lyfta sér á hlýjum stað í eina klukkustund. Hnoðið deigið lítillega og setjið í smurt brauðform. Setjið klút yfir formið og látið lyfta sér í hálfa klukkustund. Bakið við 200° í um 35 mínútur.
Ummæli