Gulrótakaka

Gulrótakaka
5 dl. hveiti
2 tesk. lyftiduft
1 1/2 tesk. matarsódi
1 tesk. salt
2 tesk. kanill
1 tesk. múskat
3 dl. sykur
200 gr. brætt smjör
4 egg
5 dl. rifnar gulrætur
1 lítil dór ananaskurl - safinn síaður frá
100 gr. saxaðar pekan hnetur

Krem
150 gr. rjómaostur
200 gr. flórsykur
sítrónusafi eftir smekk

Blandið saman hveiti, lyftidufti, matarsóda, salti, kanil, múskati og sykri. Hrærið saman smjöri og eggjum og blandið saman við þurrefnin. Hrærið gulrótum, ananas og hnetum saman við.

Setjið deigið í stórt smurt form og bakið við 180° í 50 - 60 mínútur.

Þeytið vel saman rjómaost og flórsykur og bragðbætið með sítrónusafa eftir smekk. Dreifið kreminu yfir kökuna þegar hún hefur kólnað alveg.

Kökuna má skreyta að vild, til dæmis með söxuðum hnetum, rifnum gulrótum eða ferskum berjum og ávöxtum.


Ummæli