Sveppa Wellington

Sveppawellington

2 portobello sveppir
1 lítill laukur
200 gr. sveppir
40 gr. ferskt spínat
1/2 tesk. þurrkað timian
4 smjördeigsplötur
Salt og pipar eftir smekk

Hreinsið portobello sveppina, fjarlægið fanir og stilka og bakið við 200° í 15 mínútur.

Saxið lauk, sveppi og spínat gróft og maukið í matvinnsluvél. Steikið maukið í örlítilli olíu á pönnu, bragðbætið með salti, pipar og timian og steikið þar til það er eldað og ekki of blautt. Setjið maukið inn í sveppina.

Fletjið smjördeigið út í tvo ferhyrninga, leggið sveppina ofan á annan þeirra og leggið hinn ofan á. Lokið smjördeiginu þannig að sem minnst loft sé inni í því og lokið vel. Skerið umfram deig í burtu og ef vill má skera út litlar skreytingar til að setja ofan á steikina.
 
Bakið við 200° í 25-30 mínútur.

Ummæli