Kartöflur fátæka mannsins - Patatas a lo pobre

Fátækar kartöflur
4 bökunarkartöflur
3 hvítlauksrif
1 laukur
1 græn paprika
1 líter olía - gott að hafa blöndu af bragðlítilli olíu og ólífuolíu
Salt eftir smekk

Afhýðið kartöflurnar og skerið í þykkar sneiðar. Takið utan af hvítlauknum og skerið hvert rif í tvennt langsum. Skerið laukinn í sneiðar og paprikuna í bita.

Raðið kartöflum, lauk, papriku og hvítlauk lagskipt í pott og hellið olíunni yfir. Olían ætti því sem næst að ná að fljóta yfir kartöflurnar. Kveikið undir pottinum og sjóðið við 100 gráður í 30 - 40 mínútur. Best er að nota hitamæli til að fylgjast með hitanum.  Einnig er gott að nota flatan spaða til að losa um kartöflurnar svo að þær festist ekki við botninn á pottinum. Athugið að kartöflurnar eiga ekki að brúnast heldur sjóða rólega í olíunni.

Þegar kartöflurnar eru eldaðar eru þær teknar með gataspaða úr pottinum og settar á disk eða fat og saltaðar lítillega. Reynið að láta sem mest af olíunni leka af kartöflunum.

Geymið afganginn af olíunni því hana má vel nota aftur. 

Ummæli