4 bökunarkartöflur
2 matsk. ólífuolía
1 matsk. truffluolía
1/2 dl. rifinn parmesan ostur (notið vegan ost ef þarf)
Sjávarsalt eftir smekk
Skerið kartöflurnar í strimla (mér finnst gott að hafa hýðið á þeim) og látið liggja í ísköldu vatni í 5-10 mínútur. Hellið þá vatninu frá og þerrið kartöflurnar vel.
Veltið kartöflunum upp úr ólífuolíunni og saltinu og raðið þeim á pappírsklædda bökunarplötu. Gætið þess að hafa bil á milli kartöflustrimlanna.
Bakið kartöflurnar við 200° í ca. 40 mínútur og snúið þeim einu sinni svo að þær eldist jafnt.
Dreifið að lokum truffluolíunni og parmesan ostinum yfir og blandið vel saman.
Ummæli