Vefjur með Jerk Kjúklingabaunum

Jerk kjúklingabaunir

4 matsk. sojasósa
4 matsk. hlynsíróp eða hunang
1 tesk. allrahanda
1 tesk. engiferduft
1/2 tesk. kanill
1/2 tesk. timian
1/2 tesk. svartur pipar
1 matskeið olía
1 laukur, skorinn í strimla
3 hvítlauksrif, söxuð
2  dósir kjúklingabaunir, soðið sigtað frá
150 gr. saxað mangó (má nota frosið)
1 búnt ferskt kóríander

Meðlæti:
8 tortillur
Saxað salat eða spínat
Saxaðir kirsuberjatómatar
Chili majones (notið vegan majones ef þarf)

Hrærið sojasósu, sírópi, allrahanda, engifer, kanil, timian og svörtum pipar saman í lítilli skál.

Steikið laukinn við vægan hita þar til hann byrjr að brúnast, um það bil 5 mínútur. Bætið hvítlauknum út í og ​​steikið í um 1 mínútu til viðbótar. Bætið kjúklingabaunum og sojasósublöndunni út og eldið þar til sósan þykknar. Takið af hitanum og bætið mangó og söxuðu kóríander út í.

Berið fram með tortillum, salati, tómötum og chili majonesi.



Ummæli