Súrar gúrkur

Súrsaðar gúrkur
1 agúrka
1 matsk. salt
1 dl. borðedik
1 dl. eplaedik
100 gr. sykur
2 lárviðarlauf
5 svört piparkorn
5 einiber
1/2 tesk. dillfræ
1/2 tesk. korianderfræ
1/2 tesk. sinnepsfræ

Skerið gúrkuna í sneiðar og stráið saltinu yfir. Látið standa í eina klukkustund. Skolið þá saltið af og setjið gúrkusneiðarnar í hæfilega stóra glerkrukku.

Setjið edik, sykur og krydd í pott og hleypið upp suðu. Þegar sykurinn hefur leystst upp, hellið þá leginum yfir gúrkurnar. Setjið í ísskáp og látið bíða í nokkrar klukkustundir.

Ummæli