Panzanella

Panzanella brauðsalat1 kg. vel þroskaðir tómatar
3 tesk. sjávarsalt
340 gr. súrdeigsbrauð (gjarna dagsgamalt)
1 1/2 dl. góð ólífuolía
1 rauðlaukur í þunnum sneiðum
1 hvítlauksrif
1/2 tesk. dijon sinnep
1 matsk. rauðvínsedik
1 matsk. balsamedik
1 búnt af ferskri basiliku
Salt og svartur pipar eftir smekk

Skerið tómatana í bita, setjið  í sigti yfir stórri skál og dreifið saltinu yfir. Látið standa í 20 mínútur.

Skerið brauðið í teninga og setjið í eldfast mót. Takið 2 matskeiðar af ólífuolíunni og dreifið yfir. Bakið brauðið við 180° í 15 mínútur eða þar til brauðteningarnir eru stökkir.

Færið sigtið með tómötunum af skálinni, en í henni ætti að vera nokkur safi af tómötunum. Hrærið pressuðum hvítlauk, sinnepi og ediki saman við safann og þeytið að lokum afganginum af ólífuolíunni saman við. Bragðbætið með salti, pipar og ediki ef þarf.

Blandið tómötum og rauðlauk saman við sósuna, bætið síðan brauðinu við og að lokum saxaðri basiliku. Látið standa í 30 mínútur áður en salatið er borið fram, gott er að hræra í því annað slagið.

Ummæli