Sætar kartöflur með fetakremi

Sætkartöflusalat með feta osti

150 gr. fetaostur (ekki í olíu)
2-3 matsk. sýrður rjómi
2 sætar kartöflur
1/2 tesk. chili flögur 
1/2 dl. hunang
Fræ úr hálfu granatepli
1/2 dl. söxuð steinselja
Salt, pipar og ólífuolía
 
Setjið fetaost og sýrðan rjóma í matvinnsluvél og maukið.

Skerið sætu kartöflurnar í tvennt eftir endilöngu og síðan í þykkar sneiðar. Setjið í eldfast mót, penslið með olíu og kryddið með salti, pipar og chili flögum. Bakið við 180° í 25 mínútur, snúið þá sneiðunum við og bakið áfram í 25 mínútur.

Smyrjið fetaostmaukinu á stóran disk og raðið sætu kartöflunum yfir. Hellið hunanginu yfir sætu kartöflurnar og dreifið að lokum granateplafræjum og steinselju yfir.

 


Ummæli