Panang kjúklingur

Tælenskur panang kjúklingur
1 kg. kjúklingur
3 matsk. olía
200 gr. skalotlaukur
2 matsk. panang karrýmauk (eða rautt karrýmauk ef þið fáið ekki panang)
3 matsk. hnetusmjör
1 dós kókosmjólk
1 chili
2 matsk. fiskisósa
1 1/2 matsk. sykur
5 kaffir limelauf
1/2 dl. vatn

Kjúklingurinn skorinn í litla bita og steiktur þar til hann er eldaður í gegn. Settur til hliðar. Skalotlaukurinn skorinn í sneiðar og steiktur í 2 mínútur án þess að láta hann brúnast. Karrýmauki og hnetusmjöri er bætt á pönnuna og steikt í 1/2 mínútu. Kókosmjólkinni, vatni, chili, fiskisósu, sykri og limelaufum bætt út í og látið sjóða við lágan hita í 5 mínútur. Hækkið þá hitann og bætið kjúklingnum í sósuna og hitið í ca 2 mínútur. Berið fram með soðnum hrísgrjónum.

Ummæli