Tælensk önd í ananaskarrý

Önd með ananas

 5 andarbringur (skinnlausar) skornar í bita
1/2 tesk. salt
2 tesk. sojasósa
2 tesk. sesamolía
1/2 tesk. svartur pipar
2 tesk. maísenamjöl
3 matsk. olía
100 gr. skalotlaukur, skorinn í sneiðar
2 matsk. rautt taílenskt karrýmauk
1 dós kókosmjólk
150 ml. kjúklingasoð
1 ferskur ananas, skorinn í bita
1 rautt chili
2 matsk. fiskisósa
1 matsk. sykur
rifinn börkur af einu lime

Salti, sojasósu, sesamolíu, pipar og maisenamjöli blandað saman í skál og andarbringurnar látnar marinerast í blöndunni í um 15 mínútur.
Skalotlaukurinn steiktur þar til hann er mjúkur, eða um 2 mínútur. Karrýmaukinu blandað saman við og steikt í 30 sekúndur. Kókósmjólkinni, kjúklingakraftinum, ananasinum, chili, fiskisósu, sykri og limeberki blandað saman við og látið malla í 10 mínútur. Andarbringurnar steiktar við háan hita í um 2 mínútur og síðan blandað saman við sósuna.
Borið fram með hrísgrjónum

Ummæli