miðvikudagur, 19. desember 2007

Súkkulaði fudge

Súkkulaði konfekt Uppskrift frá Nigellu

350 gr. súkkulaði
1 dós (400 gr.) niðursoðin mjólk (condensed milk)
30 gr. smjör
örlítið salt
150 gr. pístasíuhnetur (ósaltar)

Setjið súkkulaði, mjólk, smjör og salt í pott og bræðið saman við lágan hita.
Saxið hneturnar gróft og hrærið þeim saman við súkkulaðiblönduna.
Hellið í ca. 23 sm ferkantað form, klætt álpappír og sléttið yfirborðið.
Kælið vel og skerið í litla bita.
Geymist í frysti.

Engin ummæli:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...