Kedgeree

Reykt ýsa með hrísgrjónum
800 gr. reykt ýsa
1 bolli hrísgrjón (basmati)
1 dl. söxuð steinselja
4 harðsoðin egg

Karrýsósa
25 gr. smjör
4 skalotlaukar, smátt saxaðir
ca. 3 sm. biti engifer, rifinn
2 hvítlauksrif, söxuð
1/2 tesk. turmerik
1/2 tesk. cumin
1 tesk. karrý
1 tesk. fennelfræ
örlítið saffron
2 dl. fisksoð
3 dl. rjómi
salt og pipar

Sjóðið hrísgrjónin.
Mýkið lauk, hvítlauk og engifer í smjörinu. Bætið kryddinu í og eldið áfram í 1 mínútu. Bætið fisksoðinu í og sjóðið niður um helming. Bætið þá rjómanum í og látið sjóða í nokkrar mínútur. Maukið sósuna.
Sjóðið fiskinn í um 5 mínútur. Takið hann í frekar litla bita og blandið honum saman við sósuna ásamt steinseljunni. Setjið hrísgrjónin á fat eða í skál, hellið sósunni og fiskinum yfir og dreifið söxuðum harðsoðnum eggjum yfir. Gott að bera fram með mango chutney.

Ummæli