Graskersbaka með geitaosti

Baka með graskeri og geitaosti
Botn:
1 1/2 bolli hveiti
1/2 tesk. salt
125 gr. smjör
1/3 bolli kalt vatn
Öllu hnoðað hratt saman eða sett í matvinnsluvél. Deigið flatt út, sett í bökudisk og forbakað við 200° í 15 mínútur.

Fylling:
1 lítið grasker (butternut squash)
1 rauðlaukur
4 hvítlauksrif, heil og með pappírnum
1 matsk. fersk salvía
150 gr. mjúkur geitaostur
100 gr. geitaostrúlla
salt og pipar

Graskerið afhýtt, skorið í litla bita og sett í eldfast mót. Rauðlaukurinn skorinn í litla bita og settur yfir ásamt hvítlauknum. Saltað og piprað og ólífuolíu dreift yfir. Bakað við við 200° í um 20 mínútur.
Mjúka geitaostinum dreift yfir bökubotninn.
Helmingurinn af graskerinu maukaður ásamt hvítlauknum og salvíunni og smurt yfir geitaostinn. Afganginum af graskerinu dreift yfir ásamt rauðlauknum. Geitaostrúllan skorin í sneiðar og dreift yfir.
Bakað við 200° í 20-30 mínútur.

Ummæli