Spaghetti með kjötbollum

Pasta með kjötbollumBollur:
500 gr. hakk
4 franskbrauðsneiðar, fínt hakkaðar
1 bolli rifinn ostur
2 egg
salt og pipar
Öllu hnoðað saman í höndum. Búnar til litlar bollur sem eru steiktar á pönnu.

Sósa:
2 dósir niðursoðnir tómatar
1 lítil dós tómatpurre
1 laukur
3 hvítlauksrif
2 tesk. sykur
salt, pipar, italian seasoning
Allt sett í pott, látið krauma við lágan hita í 15 mínútur og síðan maukað. Bollurnar látnar út í og hitað þar til þær eru heitar í gegn.

Borið fram með spaghetti og salati.

Ummæli