Bleikt byggsalat

Byggsalat með rauðrófum

1.5 dl. bygg
250 gr. soðnar rauðrófur, ekki í ediki
1 rauðlaukur
100 gr. feta ostur
1 lime
100 gr. salatblöð
1 matsk. furuhnetur (má sleppa)
ólífulía
salt, pipar

Byggið er lagt í bleyti í 4.5 dl. af vatni og safa úr hálfu lime. Látið standa í nokkra klukkutíma, helst yfir nótt. Soðið í 20-30 mínútur eða þar til það er mjúkt og síðan skolað undir rennandi köldu vatni.
Rauðrófurnar skornar í litla bita, rauðlaukurinn skorinn í þunnar sneiðar og blandað saman við byggið. Ólífuolíu dreypt yfir ásamt safa úr hálfu lime, saltað og piprað.
Salatblöðin söxuð og sett á fat. Byggsalatið sett yfir ásamt furuhnetunum og fetaosturinn mulinn yfir.

Ummæli