föstudagur, 25. apríl 2008

Eton mess

Brotinn marens með jarðarberjum 400 gr. jarðarber
1 matsk. appelsínulíkjör
1/2 líter rjómi
100 gr. marens

Jarðarberin skorin í bita, líkjörnum hellt yfir og látið standa í smá stund. Rjóminn þeyttur, jarðarberjunum blandað saman við og að lokum er marensinn mulinn gróft saman við.
Best er að borða eftirréttinn strax og marensinn hefur verið settur í því hann verður fljótt linur.

Engin ummæli:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...