föstudagur, 4. apríl 2008

Spanakopita

Grísk spínatbaka
200 gr. fillo deig
500 gr. spínat
250 gr. blaðlaukur
1 laukur
150 gr. fetaostur, mulinn
2 egg
salt

Blaðlaukurinn skorinn í sneiðar og laukurinn saxaður smátt. Steikt í olíu þar til mjúkt. Spínatið sett á pönnuna og steikt áfram í nokkrar mínútur eða þar til það er eldað. Eggin og fetaosturinn hrært saman ásamt salti og spínatblöndunni blandað saman við. Fillo deigs arkirnar penslaðar með olíu og 3/4 settar í botninn á eldföstu móti, látið deigið ná vel yfir hliðarnar. Fyllingin sett í mótið og afgangurinn af deiginu settur yfir. Hliðarnar brotnar yfir og bakað við 200° í um 45 mínútur.

Engin ummæli:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...