þriðjudagur, 2. desember 2008

Franskar piparkökur

Franskar piparkökur 250 gr. smjör
200 gr. síróp
200 gr. sykur
2-3 tesk. kanill
2 tesk. negull
2 tesk. engifer
1 1/2 matsk. koníak
500 gr. hveiti
1 tesk. matarsódi
60 gr. hakkaðar möndlur.

Smjör, síróp og sykur er hrært saman, síðan er kryddinu og koníakinu bætt í. Næst er hveitinu, matarsódanum og síðast möndlunum hnoðað saman við. Búnar eru til lengjur sem eru geymdar í ísskáp yfir nótt. Lengjurnar eru síðan skornar í sneiðar og bakaðar í 7-8 mínútur við 180° hita.

Engin ummæli:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...