þriðjudagur, 2. desember 2008

Kókoskökur með súkkulaði

Kókoskökur 2 egg
2 dl. sykur
3 dl. kókosmjöl
2 dl. hveiti
1 tesk. lyftiduft
50 gr brytjað súkkulaði

Egg og sykur þeytt vel saman. Þurrefnum og súkkulaði blandað saman við eggjahræruna og sett með teskeið á plötu. Bakað við 160°c í ca. 10 mínútur.

4 ummæli:

Hulda Ósk Baldvinsdóttir sagði...

egg og sykur þeytt vel

Ertu að meina eggjahvítur eða allt eggið?

Geðveikt girnilegt hjá þér ;)

Fanney sagði...

Takk fyrir það :-) Það á að þeyta allt eggið vel með sykrinum - eða þar til hræran er ljós og létt.

Kv.
Fanney

Sigmar Ernir sagði...

hvað þarf að hita ofnin á miklum hita?

Fanney Sigurgeirsdóttir sagði...

Ofnhitinn á að vera 160 gráður.

Kv.
Fanney

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...