sunnudagur, 28. desember 2008

Lakkrístoppar

Lakkrístoppar 3 eggjahvítur
200 gr. púðursykur
150 gr. rjómasúkkulaði
300 gr. lakkrískurl (2 pokar)

Stífþeytið eggjahvíturnar, bætið púðursykrinum við og þeytið áfram þar til sykurinn er alveg horfinn. Bætið söxuðu súkkulaði og lakkrískurli við. Setjið með teskeið á plötu með bökunarpappír og bakið við 175° í 12-14 mínútur.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er hægt að gera lakkrístoppa án eggja

Fanney sagði...

Það held ég ekki - en eflaust er hægt að gera einhvers konar öðruvísi smákökur með lakkrís - þú verður samt að spyrja fróðara fólk en mig :-)
Kv.
Fanney

Nafnlaus sagði...

Verður að vera blástur á ofninum?

Fanney sagði...

Nei - bara ef þú ætlar að baka fleiri en eina plötu í einu.
Kv.
Fanney

Kristín Dóra sagði...

Hvað eru þetta sirka margar? :)

Fanney sagði...

Þetta eru ca. 80 kökur.
Kv.
Fanney

Unknown sagði...

Hvaða stillingu á maður að nota blástur eða undir og yfir hita kv ein ljóshærð

Fanney Sigurgeirsdóttir sagði...

Þetta svar kemur sennilega allt of seint - en ég nota blástur - held samt að það skipti ekki öllu máli.
Kv.
Fanney

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...