sunnudagur, 1. nóvember 2009

Heslihnetukökur

Heslihnetukökur140 gr. hveiti
50 gr. malaðar heslihnetur
50 gr. sykur
140 gr. smjör

Ofan á:
1 matsk. flórsykur
1 tesk. vanillusykur

Hrærið öllu sem á að fara í deigið saman í hrærivél. Mótið litlar kúlur og setjið á bökunarplötu. Þrýstið með vísifingri ofan á hverja kúlu svo að komi dæld í kökuna. Bakið við 175° í 15-20 minútur. Blandið saman flórsykri og vanillusykri og sáldrið yfir kökurnar þegar þær eru orðnar kaldar.

Engin ummæli:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...