laugardagur, 27. mars 2010

Tortellini með spínati og beikoni

500 gr. tortellini
100 gr. ferskt spínat
300 gr. steikt beikon
2 dl. rifinn parmesan ostur
2 dl. ólífuolía
1 dl. bragðlítil olía
4 hvítlauksrif
1 tesk. þurrkað basil
salt og pipar

Tortellini soðið samkvæmt leiðbeiningum á pakka (ef vill má nota aðra pastategund). Spínat, beikon, hvítlaukur, basil og olía sett í matvinnsluvél og maukað. Ostinum blandað saman við og kryddað með salti og pipar ef þarf.
Að lokum er soðnu pastanu blandað saman við.

Engin ummæli:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...