laugardagur, 26. febrúar 2011

Döðluterta

Döðlukaka
150 gr. döðlur, smátt skornar
100 gr. valhnetur, saxaðar
100 gr. dökkt súkkulaði
200 gr. hrásykur eða 130 gr. agave sýróp
3 matsk. spelt
1 tesk. vanilludropar
3 matsk. kalt vatn
2 egg
1 tsk vínsteinslyftiduft

Ofan á kökuna:
100 gr. dökkt súkkulaði
grófar kókósflögur
jarðarber

Blandið hráefnunum vel saman og látið í lausbotna form. Bakið við 180°C í 20 mínútur, látið kólna. Bræðið súkkulaðið og setjið yfir kökuna, skreytið með kókosflögum og jarðarberjum.
Kakan þarf að kólna alveg áður en hún er borðuð.

Engin ummæli:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...