sunnudagur, 27. mars 2011

Svínalundir með döðlum og gráðaosti

Grísalundir með döðlum og gráðosti 1200 gr. svínalundir
60 gr. döðlur
6 hvítlauksrif
1 box sveppir
1 laukur
4 dl. rjómi
100 gr. gráðaostur
salt og pipar

Lundirnar hreinsaðar af himnum og fitu og skornar í bita, ekki of litla. Kjötið brúnað á pönnu, kryddað með salti og pipar og sett í eldfast mót. Sveppir, laukur, hvítlaukur og döðlur saxað og steikt á pönnunni. Rjómanum og ostinum bætt út í og látið krauma þar til osturinn hefur bráðnað. Þá er sósunni hellt yfir kjötið og rétturinn eldaður í 180° heitum ofni í 15-20 mínútur.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er girnilegt og verður prófað mjög fljótlega :)

Fanney Sigurgeirsdóttir sagði...

Takk fyrir það - okkur finnst þetta mjög góður réttur!
Kv. Fanney

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...