Hummus með bökuðum hvítlauk og rauðlauk

Humus
1 dós niðursoðnar kjúklingabaunir
1/2 rauðlaukur
1 hvítlaukur
1 matsk. tahini
1 ½ matsk. ólífuolía
1 matsk. sítrónusafi
1 tesk. sjávarsalt
1/4 dl. steinselja

Vefjið hvítlauknum (heilum) og rauðlauknum inn í álpappír og bakið við 180° í 40 mínútur eða þar til laukarnir eru mjúkir. Látið kólna lítillega og hreinsið burt allt hýði. Setjið allt hráefnið nema steinseljuna í matvinnsluvél og blandið vel. Ef hummusið er of þykkt má þynna það með örlítilli ólífuolíu eða vatni. Bætið að lokum steinseljunni út í og maukið örstutt eða þar til steinseljan hefur saxast en er ekki maukuð.

Berið hummusið fram með niðurskornu grænmeti, ristuðu pítubrauði eða chapati.

Ummæli