þriðjudagur, 20. ágúst 2013

Linsusúpa

Linsubaunasúpa 1 laukur
1 matsk. kókosolía
2 hvítlauksrif
2 dl. rauðar linsubaunir
1 dós niðursoðnir tómatar, hakkaðir
1 líter grænmetissoð, kjúklingasoð eða vatn
1 lárviðarlauf
1 matsk. karrý
1 matsk. paprikuduft
1 tesk. turmerik
1 matsk. agave síróp
salt og pipar

Saxið laukinn og mýkið í kókosolíunni. Bætið hvítlauknum við og látið malla í nokkrar mínútur. Bætið öllu öðru út í pottinn og komið upp suðu.
Látið sjóða við vægan hita í 25-30 minútur eða þar linsurnar eru soðnar og súpan hefur þykknað. Bragðbætið með salti og pipar.
Gott er að bera súpuna fram með grískri jógúrt og ferskri steinselju.

Engin ummæli:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...