Bessastaðaýsa

800 gr. ýsuflök
400 gr. rækjur
2 1/2 dl. hrísgrjón
1 dl.majones
1 matsk. karrý (eða eftir smekk)
1 peli rjómi
150 gr. rifinn ostur
salt og pipar

Sjóðið hrísgrjónin og setjið til hliðar. Skerið fiskinn í bita, raðið honum í eldfastan disk og bakið við 180° í 10-15 mínútur. Þetta er gert til að rétturinn verði ekki of blautur. Setjið hrísgrjónin í eldfast mót, raðið elduðum fiskinum ofan á og dreifið rækjunum yfir. Atugið að það er betra að afþýða rækjurnar fyrst. Hrærið saman rjóma, majonesi og karrý og bragðbætið með salti og pipar eftir þörfum. Hellið sósunni yfir fiskinn og dreifið rifna ostinum yfir. Bakið við 180° í ca. 15. mínútur eða þar til osturinn er fallega brúnaður.

Ummæli