mánudagur, 16. september 2013

Marens með súkkulaði

Marens með hnetusúkkulaði

4 eggjahvítur
220 gr. sykur
150 gr. rjómasúkkulaði með hnetum

Á milli:
3 dl. rjómi
1 box af jarðarberjum

Þeytið saman eggjahvítur og sykur þar til sykurinn er uppleystur og blandan þykk. Saxið súkkulaðið og blandið saman við. Teiknið tvo hringi (ca. 25 sm.) á bökunarpappír og smyrjið marensinum á þá. Bakið við 150° í  eina og hálfa klukkustund. Þegar botnarnir eru orðnir kaldir eru þeir lagðir saman með þeytta rjómanum og jarðarberjunum.

Engin ummæli:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...